Gátt - 2014, Blaðsíða 113

Gátt - 2014, Blaðsíða 113
113 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Ráðstefnan, sem bar yfirskriftina Norrænar brýr í ævi- menntun, var haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 10. og 11. júní sl. og sóttu hana 220 manns hvaðanæva af Norðurlöndum. Meginþema ráðstefnunnar Norrænar brýr í ævimenntun fjallaði um tengsl á milli hugmynda, fræða og framkvæmdar þvert á fagsvið. Rík áhersla var á samstarf á milli ólíkra geira, vinnumarkaðar, fræðsluaðila og fræðimanna. Í átta sam- stæðum vinnustofum var gerð grein fyrir ólíkum útfærslum á tengslum bæði með fræðilegum erindum og raundæmum. Þá var Biophiliu-verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur gerð sér- stök skil á ráðstefnunni. U P P L ý S I N G A R F R Á R Á Ð S T e F N U N N I Vinna við skjalfestingu hófst snemma í undirbúningsferlinu. Ráðstefnunni var helguð sér síða á vef NVL, www.nvl.org, og áberandi stað á forsíðunni. Allir viðburðir í aðdraganda ráð- stefnunnar voru skjalfestir, þar á meðal fjórar vefstofur sem Distans-fjarkennslunetið stóð fyrir. Meðan á ráðstefnunni stóð voru sendar myndir og umfjöllun á Storify og Twitter, auk þess voru allir fyrirlestrar á sameinuðum fundi teknir upp á vídeó. Allar nánari upplýsingar um aðalfyrirlesara, vinnustofur, námsheimsóknir og aðra viðburði, sem tengdust ráðstefnunni, eru aðgengilegar á vef NVL, www.nvl.org og upptökur á fyrirlesurum í sameinuðum fundi er hægt að sjá á slóðinni: http://www.nordvux.net/nordiske-broer-2014. Við opnun 66. þings Norðurlandaráðs, sem fram fór í Stokkhólmi í október 2014, sagði Helle Torning Schmidt, for- sætisráðherra Dana, að margir teldu að menntun væri grunn- stoð norrænnar velferðar. Á þinginu var einnig samþykkt stefna um stöðu Norðurlandanna í alheimssamfélaginu. Í stefnunni eru fimm meginsvið: norræna líkanið, Norður- löndin sem þekkingarsamfélög, norrænn sköpunarkraftur auk menningar og náttúru Norðurlandanna. Verkefnin fram undan verða því næg. Fulltrúar og samstarfsaðilar NVL frá öllum norrænu löndunum takast á við þau af endurnýjuðum kröftum, vel vitandi að styrkur okkar felst meðal annars í því að við erum nógu lík til að geta starfað saman en samt nægi- lega ólík til þess að geta lært hvert af öðru. U M H Ö F U N d I N N Sigrún Kristín Magnúsdóttir starfar sem sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hún er ritstjóri Gáttar og fulltrúi Íslands í norrænu tengslaneti um nám fullorðinna, Sigrún Kristín hefur BA-próf frá Háskóla Íslands í norsku,tón- listarfræðum og heimspeki, M.Sc.-próf í stjórnsýslu frá Uni- versity of Massachusetts og kennsluréttindi frá Kennarahá- skóla Íslands. Hún hefur sinnt ýmsum störfum við menntun og fræðslu fullorðinna frá 1987, sem framkvæmdastjóri fræðsluráðs hótel- og veitingagreina og kennslustjóri Hótel- og matvælaskólans í MK og síðar Listaháskóla Íslands. Sigrún Kristín hefur einnig þýtt margar bækur, bæði kennslubækur og bókmenntaverk. Kokkurinn sunginn hástöfum í hópefli í Björtuloftum. Góð stemning á ráðstefnu í Hörpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.