Gátt - 2014, Blaðsíða 10

Gátt - 2014, Blaðsíða 10
10 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 A Ð d R A G A N d I o G U N d I R - b ú N I N G U R Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvestur- kjördæmi var hleypt af stokkunum 25. júní 2013 með samn- ingi mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskólann á Bifröst. Verkefnið var liður í átaki til þess að hækka mennt- unarstig á vinnumarkaði og var í hópi nokkurra verkefna sem stýrihópur átaksins Nám er vinnandi vegur (NVV) setti af stað í kjölfar kjarasamninga á vinnumarkaði í maí 2011. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, tók við formennsku í verkefnastjórn sem sett var á laggirnar. Í verkefnastjórn voru einnig fulltrúar atvinnulífs, stéttarfélaga, sveitarfélaga og skóla- og fræðslustofnana í Norðvesturkjördæmi. Meginmarkmið verkefnisins voru að: • kanna þörf meðal einstaklinga á vinnumarkaði í Norð- vesturkjördæmi fyrir menntun og gera tillögur að nýjum námsúrræðum ef þörf reynist. • stuðla að auknu samstarfi framhaldsfræðsluaðila, framhaldsskóla og háskóla á svæðinu um menntun á vinnumarkaði. • þróa og gera tilraunir með aðferðir sem auðvelda mat á fyrra námi og reynslu inn í hið hefðbundna skólakerfi og gera tillögu um framtíðarskipan þeirra mála. • kanna þörf fyrir námsstyrki, þróa og prófa útfærslur á slíku kerfi í framhaldi af þeirri tilraun sem gerð var í átakinu Nám er vinnandi vegur (NVV). • meta kostnað við einstök verkefni og verkefnaþætti. Verkefnastjórn fundaði sjö sinnum á árinu 2013 ásamt aðilum frá Vinnumálastofnun og Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins. Á fundum verkefnastjórnar voru mótaðar áherslur við gagnaöflun og vinnulag, bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar og unnið var að tillögum að verkefnum til að mæta þörf fyrir menntun í kjördæminu. Fjórir starfsmenn, þar með talinn verkefnastjóri, voru ráðnir til starfa við verkefnið og fengu aðsetur hjá stéttar- félögum eða símenntunarmiðstöðvum á Akranesi, í Borgar- nesi, á Blönduósi og á Ísafirði. Auk þess var ráðið til starfa yfir sumarmánuðina starfsfólk sem var falið að taka viðtöl við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja og stofnana til að greina þörf fyrir menntun. Á grundvelli niðurstaðna viðtals- rannsóknar og kannana voru síðan lagðar fram tillögur að aðgerðum sem fjallað er um síðar í greininni. F R A M K V Æ M d þ A R F A G R e I N I N G A R Ráðist var í umfangsmikla viðtalsrannsókn í kjördæminu sumarið 2013 og var sú vinna í höndum starfsfólks og spyrla. Þróaðir voru spurningalistar fyrir stjórnendur, starfsfólk og einyrkja. Gagnaöflun afmarkaðist við íbúa á vinnumarkaði í Norðvesturkjördæmi. Kappkostað var að ná til íbúa í öllu kjördæminu sem starfa við ólíkar starfsgreinar. Innflytj- endur eru fjölmennur hópur í Norðvesturkjördæmi, einkum á Vestfjörðum og var sérstakur spurningalisti þróaður fyrir þann hóp. Pólskur doktorsnemi tók viðtöl við starfsfólk af erlendum uppruna og hitti innflytjendur víðsvegar um kjör- dæmið. Alls voru tekin 828 viðtöl á sumar- og haustmán- uðum við stjórnendur, starfsfólk og einyrkja í kjördæminu. Þar af voru 108 viðtöl við innflytjendur í kjördæminu, flesta frá Póllandi. Við val á viðmælendum var leitast við að dreifing eftir búsetu og starfsgreinum væri sem mest og að kynjahlut- föll væru jöfn. Viðtölin voru hljóðrituð með leyfi viðmælenda og unnu spyrlar útdrátt úr þeim jafnóðum með því að skrá meginniðurstöður á eina A4-blaðsíðu í Word skjali. Einnig voru meginþemu í viðtölum skráð í Excel form ásamt beinum tilvitnunum. Til að tryggja nafnleynd voru nöfn viðmælenda hvergi skráð. Samandregnar niðurstöður úr viðtölum Meginniðurstöður viðtalsrannsóknarinnar leiða í ljós brýna þörf fyrir iðn- og tæknimenntað starfsfólk og ber stjórn- endum, starfsfólki og einyrkjum í Norðvesturkjördæmi saman um það. Sterkt ákall er jafnframt frá stjórnendum um allt kjördæmið um sérhæfð starfstengd námskeið sem sniðin eru að þörfum fyrirtækjanna. Margir stjórnendur telja einnig þörf fyrir aukna viðskiptaþekkingu, tölvuþekkingu og menntun fyrir starfsfólk í opinberri þjónustu. Alhliða nám Viðtöl við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja í Norðvesturkjördæmi Fyrirtækjakönnun á meðal forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana í Norðvesturkjördæmi Úrtakskönnun meðal almennings í Norðvesturkjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.