Gátt - 2014, Blaðsíða 94

Gátt - 2014, Blaðsíða 94
94 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 fyrir sig að meta hvort gera þurfi auknar kröfur til starfsþjálfa hverju sinni. Niðurstöðurnar má nota þegar hanna á nám eða raunfærnimat fyrir starfsþjálfa. Hæfni sem krafist er til að geta sinnt starfi starfsþjálfa er að lágmarki undirbúningur eða námslok á sama þrepi og nám námsmanns raðast á. Með almennri starfshæfni er átt við þá grunnhæfni sem þarf til þátttöku á vinnumarkaði og til að geta þróast í starfi. Almennt viðmið um hæfni er 1. þrep en í mörgum störfum þarf hæfni á hærra þrepi. Með sértækri starfshæfni er átt við þá hæfni til viðbótar almennri starfs- hæfni sem nauðsynlegt er að starfsmaður búi yfir til að geta sinnt starfinu á árangursríkan hátt. Niðurstöður þrepaskiptrar hæfnigreiningar vegna starfs starfsþjálfa í framhaldsfræðslu voru þessar: T I L R A U N A N Á M S K e I Ð Við hönnun námsins voru allir hæfniþættirnir skoðaðir og mátaðir við verkefni starfsþjálfa. Ýmsir þættir varða jafnt almenna hæfni sem hæfni sérfræðingsins, þ.e. þekkingu, leikni og hæfni í að greina helstu einkenni í starfsemi fyrir- tækisins, menningu þess og umhverfi. Þessir þættir fléttast inn í aðra þætti sem varða hæfni starfsþjálfa í að leiðbeina öðrum og stuðla að námi námsmanns. Í þeim þáttum felst að geta hannað fræðsluferli með tilliti til þarfa námsmanns og tækifæra í starfsumhverfi, að eiga í árangursríkum sam- skiptum við námsmann, til dæmis með hvatningu og endur- gjöf, og að meta árangur námsins. Markmið með náminu er að þjálfa reynda starfsmenn til að vera starfsþjálfar á vinnu- stöðum sínum með því að efla kennslu- og samskiptahæfni þeirra. Námsviðmið voru þau að þátttakendur verði hæfir til að styðja við fullorðna námsmenn í starfsþjálfun, að þeir geti skipulagt nám með þarfir námsmanns og fyrirtækis í huga og að þeir geti stutt við nám ólíkra einstaklinga. Dagana 10. og 14. apríl 2014 var haldið tilraunanám- skeið sem dreift var á tvo daga, alls sex klukkustundir. Á milli námskeiðsdaga unnu þátttakendur heimaverkefni svo heildartími námskeið var um 8 klukkustundir eða 12 kennslustundir. Þátttakendur á námskeiðinu voru 12 talsins, þar af voru þrír sem höfðu tekið þátt í greiningu á hæfni starfsþjálfa. Meðal þátttakenda voru starfandi starfsþjálfar, starfsmenn fræðsluaðila og verkefnisstjórar fræðslu hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Verkefni á námskeiðinu miðuðust við að þátttakendur hefðu nokkuð góða innsýn í starfsemi vinnustaðar síns, reglur hans, gildi og helstu verkefni. Megináherslan var lögð á samvinnu, samskipti, aðstoð við starfsþróun annarra, hönnun fræðslu og mat á námi. Á fyrri námskeiðsdegi voru þátttakendur beðnir um að tiltaka væntingar sínar til námskeiðsins og voru þær að leggja áherslu á þætti eins og samskiptahæfni, endurgjöf, tjáningu, framkomu, samtalstækni, fjölmenningu, hvatn- ingu, kennslufræði fullorðinna, hönnun náms og mat á námi. Væntingar þátttakenda voru því mjög í takt við þær áherslur sem lagt var upp með og byggðu á hæfnigreiningunni. Í námskeiðsmati þátttakenda kom fram almenn ánægja með námskeiðið en einnig hugmyndir að frekari þróun þess. Þar á meðal voru hugmyndir um að dýpka ákveðna þætti eins og samskipti, markþjálfun og hvatningu og að auka tengingu við fjölmenningu og ólíkar þarfir einstaklinga. Þá Almenn starfshæfni Þrep Aðlögunarhæfni 3 Ábyrg nýting 3 Árangursrík samskipti 3 Mat og úrlausnir 2 Ritunarfærni 2 Samvinna 3 Skipulag og áætlanir 2 Starfsþróun og færniefling 2 Söfnun og úrvinnsla upplýsinga 2 Notkun upplýsingatækni 2 Vinnusiðferði og gildi 3 Virðir jafnrétti 3 Sértæk starfshæfni Þrep Að vinna að lausnum 2 Að vinna undir álagi 2 Aðstoð við starfsþróun annarra 2 Frumkvæði 2 Gæðavitund 3 Sjálfstraust 2 Skilningur á starfseminni 3 Skörp hugsun/Rýni 2 Stuðningsmaður náms 2 Tímastjórnun og forgangsröðun 3 Vöruþekking 3 Þekking á starfsumhverfi 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.