Gátt - 2014, Side 94
94
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
fyrir sig að meta hvort gera þurfi auknar kröfur til starfsþjálfa
hverju sinni. Niðurstöðurnar má nota þegar hanna á nám eða
raunfærnimat fyrir starfsþjálfa.
Hæfni sem krafist er til að geta sinnt starfi starfsþjálfa
er að lágmarki undirbúningur eða námslok á sama þrepi og
nám námsmanns raðast á. Með almennri starfshæfni er átt
við þá grunnhæfni sem þarf til þátttöku á vinnumarkaði og
til að geta þróast í starfi. Almennt viðmið um hæfni er 1. þrep
en í mörgum störfum þarf hæfni á hærra þrepi. Með sértækri
starfshæfni er átt við þá hæfni til viðbótar almennri starfs-
hæfni sem nauðsynlegt er að starfsmaður búi yfir til að geta
sinnt starfinu á árangursríkan hátt. Niðurstöður þrepaskiptrar
hæfnigreiningar vegna starfs starfsþjálfa í framhaldsfræðslu
voru þessar:
T I L R A U N A N Á M S K e I Ð
Við hönnun námsins voru allir hæfniþættirnir skoðaðir og
mátaðir við verkefni starfsþjálfa. Ýmsir þættir varða jafnt
almenna hæfni sem hæfni sérfræðingsins, þ.e. þekkingu,
leikni og hæfni í að greina helstu einkenni í starfsemi fyrir-
tækisins, menningu þess og umhverfi. Þessir þættir fléttast
inn í aðra þætti sem varða hæfni starfsþjálfa í að leiðbeina
öðrum og stuðla að námi námsmanns. Í þeim þáttum felst
að geta hannað fræðsluferli með tilliti til þarfa námsmanns
og tækifæra í starfsumhverfi, að eiga í árangursríkum sam-
skiptum við námsmann, til dæmis með hvatningu og endur-
gjöf, og að meta árangur námsins. Markmið með náminu er
að þjálfa reynda starfsmenn til að vera starfsþjálfar á vinnu-
stöðum sínum með því að efla kennslu- og samskiptahæfni
þeirra.
Námsviðmið voru þau að þátttakendur verði hæfir til að
styðja við fullorðna námsmenn í starfsþjálfun, að þeir geti
skipulagt nám með þarfir námsmanns og fyrirtækis í huga og
að þeir geti stutt við nám ólíkra einstaklinga.
Dagana 10. og 14. apríl 2014 var haldið tilraunanám-
skeið sem dreift var á tvo daga, alls sex klukkustundir. Á
milli námskeiðsdaga unnu þátttakendur heimaverkefni
svo heildartími námskeið var um 8 klukkustundir eða 12
kennslustundir. Þátttakendur á námskeiðinu voru 12 talsins,
þar af voru þrír sem höfðu tekið þátt í greiningu á hæfni
starfsþjálfa. Meðal þátttakenda voru starfandi starfsþjálfar,
starfsmenn fræðsluaðila og verkefnisstjórar fræðslu hjá fyrir-
tækjum og stofnunum.
Verkefni á námskeiðinu miðuðust við að þátttakendur
hefðu nokkuð góða innsýn í starfsemi vinnustaðar síns,
reglur hans, gildi og helstu verkefni. Megináherslan var
lögð á samvinnu, samskipti, aðstoð við starfsþróun annarra,
hönnun fræðslu og mat á námi.
Á fyrri námskeiðsdegi voru þátttakendur beðnir um
að tiltaka væntingar sínar til námskeiðsins og voru þær að
leggja áherslu á þætti eins og samskiptahæfni, endurgjöf,
tjáningu, framkomu, samtalstækni, fjölmenningu, hvatn-
ingu, kennslufræði fullorðinna, hönnun náms og mat á námi.
Væntingar þátttakenda voru því mjög í takt við þær áherslur
sem lagt var upp með og byggðu á hæfnigreiningunni.
Í námskeiðsmati þátttakenda kom fram almenn ánægja
með námskeiðið en einnig hugmyndir að frekari þróun þess.
Þar á meðal voru hugmyndir um að dýpka ákveðna þætti
eins og samskipti, markþjálfun og hvatningu og að auka
tengingu við fjölmenningu og ólíkar þarfir einstaklinga. Þá
Almenn starfshæfni Þrep
Aðlögunarhæfni 3
Ábyrg nýting 3
Árangursrík samskipti 3
Mat og úrlausnir 2
Ritunarfærni 2
Samvinna 3
Skipulag og áætlanir 2
Starfsþróun og færniefling 2
Söfnun og úrvinnsla upplýsinga 2
Notkun upplýsingatækni 2
Vinnusiðferði og gildi 3
Virðir jafnrétti 3
Sértæk starfshæfni Þrep
Að vinna að lausnum 2
Að vinna undir álagi 2
Aðstoð við starfsþróun annarra 2
Frumkvæði 2
Gæðavitund 3
Sjálfstraust 2
Skilningur á starfseminni 3
Skörp hugsun/Rýni 2
Stuðningsmaður náms 2
Tímastjórnun og forgangsröðun 3
Vöruþekking 3
Þekking á starfsumhverfi 2