Gátt - 2014, Blaðsíða 40
40
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
Ánægja þátttakenda
Viðmælendum þykir ánægja þátttakenda með námið og
þjónustuna, sem þeir fá hjá fræðsluaðilanum, vera skýr vís-
bending um gæði:
0 … mér finnst þetta vera stærsti þátturinn í að við getum
verið sátt ef þátttakendur eru sáttir, reynsla mín er sú að
ef nemandi er ekki sáttur þarna þá gefst hann upp.
0 Ef maður mælir það þannig þá kannski, … þetta spilar
alltaf saman ánægja þátttakenda.
Það er þekkt úr matsfræðunum að byrja á því að kanna við-
brögð þátttakenda á námskeiðum. Fjögurra skrefa mats-
módel Donald Kirkpatrick (Kirkpatrick & Kirkpatrick, 2006)
– sem er notað af mörgum fræðslustofnunum við mat
á fræðslu – byggist t.d. á þeirri forsendu að ánægja þátt-
takenda á námskeiði sé forsenda náms, ef þátttakendur eru
ánægðir séu miklar líkur til þess að þeir læri. Þessi hugmynd
byggist m.a. á hugmyndum húmanískra menntunarfræðinga
eins og t.d. Carl Rogers (Rogers & Freiberg, 1994) sem kom-
ust að því að þátttakendur, sem finna til öryggiskenndar við
þær aðstæður sem þeim eru búnar ættu auðveldara með að
læra. Í nýlegum rannsóknum í anda jákvæðrar sálfræði (sbr.
t.d. Seligman, 2011) ganga niðurstöður jafnvel lengra. Rann-
sóknir Seligman benda til að jákvæðar tilfinningar náms-
manna í námi auðveldi og styðji við nám þeirra.
Mæta þátttakendum á þeirra forsendum
Viðmælendur eru þeirrar skoðunar að gæði í kennslu felist
líka í því að þjónustan sé löguð að þörfum fullorðinna, þ.e.
að þjónusta, framkoma, kennsla og aðstæður séu þannig úr
garði gerðar að þær henti fullorðnu fólki.
0 … Ef við horfum á fullorðinsfræðsluna að gæði séu:
Að aðstaða og námið sé fyrir fullorðna. Það finnst mér
grundvallaratriði … Mér finnst það vera alger áherslu-
grunnur. Já, að hann viti hvaða fólk hann er með í hönd-
unum …
Það getur stundum verið vandamál í fullorðinsfræðslu ef
kennarar eru mjög mótaðir af starfsháttum grunn- eða fram-
haldsskóla og framkoma þeirra og væntingar séu svipaðar og
þegar þeir vinna með ungu fólki sem er gjarnan háð kennar-
anum í námi sínu. Þá geta kennararnir gengið fulllangt í því
að stjórna því sem gerist í náminu. Aftur á móti er það almenn
reynsla kennara í fullorðinsfræðslunni og viðurkennt meðal
þeirra sem skrifa um sérstöðu fullorðinna námsmanna (sjá t.d.
Brookfield, 1988; Knowles o.fl., 2012) að fullorðnir líta oft á
sig sem sjálfstæða og skapandi aðila í eigin lífi og örlögum
og að það geti leitt til innri togstreitu ef kennsla og fram-
koma kennara og/eða verkefnastjóra miðast frekar við þarfir
stofnunarinnar eða kennarans en við þarfir námsmannsins. Í
svokallaðri „kennaramiðaðri kennslu“ er það kennarinn sem
leggur allar línur, stjórnar og ákveður svo til allt sem fram fer
á námskeiðinu Nemendamiðuð kennsla tekur hins vegar mið
af stöðu og þörfum nemenda og leitast við að fá nemendur til
að eiga frumkvæði og axla ábyrgð í eigin námi. Vissulega er
það háð aðstæðum hversu mikinn stuðning nemendur þurfa
og hversu mikið sjálfræði þeir vilja og ráða við. En a.m.k.
sumir viðmælendur okkar hafa upplifað þetta í sínu starfi og
meta það sem grundvallaratriði í gæðum í starfi fræðslustofn-
unar sem þjónar fullorðnum að fullorðnum námsmönnum sé
mætt í samræmi við það að þeir séu fullorðnir.
Að nemandi hafi tileinkað sér ákveðna færni
og leikni eftir námið
Ef til vill liggur það í augum uppi að gæði í starfi fræðslu-
stofnunar birtast í því að þátttakendur á námskeiðum læri
eitthvað en það kom fram hjá nokkrum viðmælenda:
0 … það er náttúrulega gæði náms það er náttúrulega
spurning ja hvað liggur eftir?
0 Það að nemandi sé fær um að gera það sem kennt var
í náminu eftir námið. Það myndi ég telja að væri gæði
náms. Nái einhverjum tökum …
Kennurunum, sem við ræddum við, þótti það sem sagt merki
um gæði í starfsemi stofnunarinnar að þátttakendur væru
einhverju nær að námi loknu. Fullorðnir stunda nám til að
læra nýja hluti, vita og geta eitthvað betur og jafnvel eitt-
hvað nýtt. Einn viðmælandinn gekk skrefinu lengra og sagði
að það bæri vitni um gæði starfsins ef þátttakendur gætu
nýtt sér það sem þeir lærðu:
0 … Ég held að það sé fyrst og fremst þannig að gæði
felist í því að það er eitthvað sem þú getur nýtt þér strax
í atvinnulífinu. Það hlýtur að vera gæði náms. Að þú sjáir
að það sé eitthvað praktískt og eitthvað sem þú getur
notað áfram …