Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 7
Barn með stridor Einkenni, sem þarfnast tafarlausrar úrlausnar Bárður Sigurgeirsson læknanemi Inngangur I þessari grein er ætlunin að taka til meðhöndlunar einkennið bráður stridor í börnum og fjalla stuttlega um þá sjúkdóma er geta legið þar að baki. Ekki er þó unnt að gera þessu efni tæmandi skil, en ég vona að menn geti haft nokkuð gagn af. Shilgreining Stridor er hart hvæsandi hljóð sem oftast stafar af obstruction í larynx eða trachea. Orðið er dregið af stridulus sem þýðir flautandi eða skerandi hljóð. Ævinlega skyldi ákvarða hvort um er að ræða stridor í inn- eða útöndun. Ef fram kemur stridor í innöndun bendir það til þrengsla á larynxsvæði. Stridor við útöndun leiðir líkur að þrengslum í trachea eða bronchi. Stridor getur verið af öllum styrkleikastigum, allt frá því að varla heyrast og upp í að vera mjög alar- merandi við mikil þrengsli. I slíkum tilfellum getur dauði verið skammt undan nema réttri meðhöndlun sé beitt. Þegar þrengsli í loftvegum aukast minnkar alve- olar ventilation; fram kemur cyanosa ef súrefnis- mettun blóðsins fellur undir 85%. Þetta ástand veld- ur minnkuðu blóðflæði, blóðþrýstingsfalli og lægri húðhita. Hypoxia og acidosa geta síðan valdið með- vitundarleysi og síðar dauða. Orsahir Orsökum stridors má skipta í bráðar og kronisk- ar. Er sú skipting sýnd í töflu 1. Eins og fram kemur í töflu 1 eru orsakir stridors margar. I þessari grein verður aðallega fjallað um laryngotracheobronchitis, epiglottitis og pseudo- croup vegna þess að það eru tiltölulega algengar or- sakir fyrir stridor svo og er stundum þörf tafarlausr- ar úrlausnar eigi ekki að fara illa. Croup er slæmt orð og greinir menn á um merk- ingu þess. Svíar nota croup t. d. einungis fyrir ekta croup, þ. e. af diptheriu uppruna. Bandaríkjamenn nota croup hins vegar yfir allar sýkingar á laryx- svæði, sem einkennast af innöndunarstridor og oft- ast hæsi og hósta. Verður stuðst við þessa skiptingu hér. Sjá nánar um þetta í töflu 2 og á mynd 1. Laryngotracheobronchitis ALMENNT Laryngotraoheobronchitis er algeng orsök bráðra laryngeal þrengsla í börnum. Eins og áður kom fram má tala hér um tvo aðskilda sjúkdóma, þ. e. laryngotracheobronchitis annars vegar og laryngitis hins vegar. Er þó í raun og veru um að ræða sama sjúkdóm á mismunandi stigi eftir því hvað sýking- in nær langt niður í öndunarvegina. Oft er erfitt að greina þarna á milli með vissu. Laryngitis er þó yfir- leitt miklu mildari sjúkdómur en laryngotracheo- bronchitis. Hér verður fjallað um þessa sjúkdóma saman vegna þess að einkenni eru að nokkru leyti þau sömu, þ. e. stridor við innöndun orsakaður af þrengslum í larynx. Sýking í neðri loftvegum auk larynx veldur auk- inni vinnu við öndun og frekari hypoxiu. Talið er að um 3% sjúklinga með laryngotracheobronchitis, sem nauðsynlegt er að leggja á sjúkrahús, þurfi á intubation að halda af þessum sökum. ORSAKIR Sé reynt að rækta úr nefi eða hálsi barna með laryngotracheobronchitis (LTB) fæst sama bakt- eríuflóra og hjá frískum börnum.3 Úr blóði rækt- LÆKNANEMINN 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.