Læknaneminn - 01.12.1980, Page 14
er því mikilvægt að einhver sem barnið þekkir sé
hjá því.
Nefdropar bæta öndun gegnum nefið og loftflæði
nálgast að vera það sama og við eðlilegar aðstæður.
Gufa losar secretionir úr öndunarvegunum og bæt-
ir þannig loftflæði. Ef börnin eru í heimahúsum má
Jjví fara með Jjau fram á bað og skrúfa frá heita
krananum. A sjúkrahúsi eru Jjau meðhöndluð í raka-
tjaldi og gefið súrefni.
Hiti veldur auknum efnaskiptum og eykur súrefn-
isþörf. Hafi börnin hita yfir 38 skyldi lækka hann
með hitastillandi lyfjum t. d. magnyl. (Tafla 9.)
Alvarleg tilfelli af pseudocroup eru sj aldgæf. Geta
þá komið fram öll einkenni hypoxiu, sem áður er
lýst. Venjulega dugir meðhöndlun i súrefnistjaldi og
þarf mjög sjaldan að grípa til intubationar. Stera-
meðhöndlun við pseudocroup er umdeild. Sænskar
heimildir telja sterameðhöndlun sjálfsagða í öllum
alvarlegri tilfellum,0’8’13 en bandarsískar heimildir
fara varlegar í sakirnar og er þar yfirleitt ekki mælt
með notkun stera. Sterameðhöndlun á alvarlegri til-
fellum pseudocroup veldur yfirleitt skjótri minnkun
á stridor. Sterameðhöndlun er þó aðeins indiceruð
í alvarlegri tilfellum og þegar önnur meðferð hef-
ur ekki haft áhrif. I flestum tilfellum er nægilegt að
gefa stera per os. Börnum sem vega minna en 10 kg
má þá gefa 8 Betapred töflur (vatnsleysanlegur steri)
á 0,5 g, en þyngri börnum 12 töflur. Sjaldan er Jjörf
á að gefa stera parenteralt.
Corpus ulienum tracti respiratorii
ALMENNT
Stridor sem ber hrátt að getur orsakast af aðskota-
hlut í loftvegum. Börn stinga oft smáhlutum upp í
sig sem hrökkva ofan í þau. Oft er saga um slíkt en
ekki alltaf. Einnig er oft saga um að börnin hafi
skyndilega blánað eða fengið hósta. Sé minnsti grun-
ur um að aðskotahlutur hafi hafnað í öndunarveg-
um, skal gefa slíku fullan gaum. Bronchoscopia er
12
LÆKNANEMINN