Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 17

Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 17
Alvarlegir höfuðáverkar og fyrstu viðbrögð Kristinn Guðmundsson læknir Minni háttar sköddun á höfuðleðri, einföld höfuð- kúpubrot og heilahristingur munu vera þeir höfuð- áverkar, sem langalgengastir eru. Heilahristingur hefur sem kunnugt er aðeins í för með sér stutt með- vitundarleysi og minnisleysi eftir á, en oft einnig höfuðverk, svima, flökurleika og sjóntruflanir. Um lamanir eða langvarandi meðvitundarleysi er ekki að ræða nema sjúkdómurinn þróist í átt til hins verra, en það skeður sem betur fer sjaldan. Þrátt fyrir það ber að umgangast hann með tilhlýðilegri virðingu ef ekki á illa að fara. Þegar að er komið hefur viðkomandi oftast náð fullri meðvitund eða gerir það á næstu mínútum og meðferð er aðallega fólgin í rúmlegu og eftirliti. Sjálfsögð varúðarráð- stöfun er að sjúklingur fái ekkert að borða eða drekka fyrr en eftir nokkra klukkutíma þegar öll hætta virðist liðin hjá og hann 'hættur að kasta upp. Hér verða fyrst og fremst gerðir að umtalsefni meiriháttar höfuðáverkar, sem geta haft alvarlegar afleiðingar eða jafnvel dauða í för með sér. Ytri áverkar á höfði og andliti eru þá oft áberandi, stór höfuðkúpubrot, innkýld brot, stundum opin út, meira eða minna útbreiddar heilaskemmdir og blæðingar frá vitum. Sjúklingar eru oft meðvitundarlitlir, með- vitundarlausir eða með minnkandi meðvitund ásamt með önnur alvarleg einkenni um heilasköddun. HcilasUemmdir Skipta má heilaskemmdum í tvo hópa. I fyrsta lagi eru beinar afleiðingar af áverkanum. Má þar nefna heilamar og -bólgu, rifinn eða tættan heila og heilablæðingu. Við sprungur verður stund- um blæðing inn undir beinið og getur á örfáum mínútum eða klukkutímum myndast þar stór blóð- kökkur. Innkýld höfuðkúpubrot valda iðulega sködd- un á heilanum þar undir og jafnvel blæðingu. Mar með bólgu myndast oft undan höggum, en einnig í fjarlægari hlutum heilans, t. d. í ennis- og gagnauga- blöðum við að detta á hnakkann. Oft rifnar heilinn við þetta eða bláæðar rifna og myndast þá blæðing utan á eða inn í heilann. í öðru lagi má telja frekari skemmdir, sem verða á heilanum vegn súrefnisskorts, blóðrásartregðu eða þrýstings. Súrefnisskortur sést að meðaltali hjá 30% sjúklinga með alvarlega áverka á höfði og getur haft mjög slæm áhrif á heilann. Lágþrýstingur eða lost getur einnig haft óheillavænleg áhrif á heilann, ekki hvað síst vegna þess að skaddaður heili missir stjórn á blóðrás heilans og getur þess vegna ekki gert við- eigandi ráðstafanir og blóðrás verður ófullnægjandi. Heilamar, bjúgur og blæðing veldur þrýstingi inni í höfðinu og þá um leið á heilann. Vaxandi þrýsting- ur veldur meiri skemmdum á 'heilanum, blóðrásar- truflunum og súrefnisskorti, sem aftur hefur sín áhrif. Meðferð á slysstað beinist fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir frekari heila- og mænuskemmd- ir. Viðbrötjð á slysstað Meðferð á slysstað er af augljósum ástæðum tak- mörkuð í flestum tilfellum nema að til komi sérstak- ur útbúnaður. Hún er annars vegar fólgin í því að reyna að koma í veg fyrir frekari sköddun eða auka- verkanir og hins vegar í greiningu og minni háttar bráðabirgðameðferð. Þótt það sé takmarkað, sem hægt er að gera, vill svo til að það er einmitt það sem þýðingarmest er og á valdi flestra, jafnvel við lélegar aðstæður. Frekari og endanleg meðferð verð- ur að bíða vistunar sjúklingsins á spítala. Lífsnauðsynley meðfcrð Þessi meðferð verður að ganga fyrir allri annarri meðferð og greiningu og er fólgin í eftirfarandi: LÆKNANEMINN 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.