Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Side 18

Læknaneminn - 01.12.1980, Side 18
• Koma á eðlilegri öndun. ® Koma á eölilegri blóðrás. • Meðfaöndla hugsanleg faáls- og faryggbrot. Heilinn þarf frekar á nægu súrefni að halda en nokkurt annað líffæri líkamans. Maður, sem ekki andar, fær óbætanlegar heilaskemmdir eftir örfáar mínútur. Skaddaður heili þolir súrefnisskort ennþá verr. Oeðlileg öndun hjá sjúklingum með faöfuð- áverka er yfirleitt merki um heilasköddun. Ondun getur þá verið grunn og áreynslukennd, hröð eða mjög óregluleg. Flestir sjúklingar með alvarlega höf- uðáverka faafa tiltölulega lítið súrefnisinnihald í blóði, jafnvel þótt öndun virðist næsta eðlileg. Blámi á vörum og undir nöglum bendir fains vegar til al- varlegs súrefnisskorts og krefst tafarlausrar með- ferðar. Súrefnisskortur getur einnig myndast vegna lok- unar á öndunarvegum og er þessum sjúklingum sér- staklega hætt við slíku. Eftirfarandi má nefna sem dæmi um slíkt. Kjálki sígur aftur og tunga aftur í kok. Bólga og blæðingar undir slímhúð í koki. Miklir andlitsáverkar og kjálkabrot. Blæðingar aftur í kok, sérstakfega við brot á höf- uðkúpubotni eða andlitsbeinum. Uppköst, oft fyrirvaralaus og tíð. Aðskotahlutir í koki, t. d. gervitennur. Áverkar á brjóstvegg og lungu. Þegar reynt er að laga lokun á öndunarvegum er áríðandi að gera sér grein fyrir því að slíkir sjúkl- ingar geta verið hálsbrotnir og því þarf að viðhafa sérstaka varúð. Ekki má sveigja höfuðið aftur á bak þegar grunur er um slíkt, heldur ýta kjálkanum fram, sjúga úr vitum og gefa súrefni. Oft er samt nauðsyn- legt að velta þessum sjúklingum á hliðina vegna öndunarerfiðleika og skal það þá gert mjög varlega. Æskilegt er að tveir eða fleiri hjálpist að við þetta og að púði sé lagður undir vanga sjúklingsins. Ein- hver þarf að vera stöðugt hjá honum til eftirlits og aðstoðar. Heilasköddun ein sér veldur ekki lágum blóðþrýst- ingi eða losti nema í undantekningartilfellum. Má þar nefna dauðvona sjúklinga og kornabörn, en að auki getur mænuskaði valdið slíku. Ástæðunnar fyr- ir losti er því oftast nær að leita í blæðingu. Hún getur átt sér stað frá stórum sárum á höfði, úr vitum sjúklings, frá sárum á útlimum, brotum á mjaðmar- grind eða lærbeini og síðast en ekki síst getur blæð- ingin verið í brjóstholi eða kviðarholi. Blæðingu frá höfuðleðri má stöðva með þrýstingi frá fingrum og binda síðan um sárið með þrýstings- umbúðum. Þegar um innkýlt opið höfuðkúpubrot er að ræða verður þó að forðast allan þrýsting, því í slíku lilfelli eykst þrýstingurinn einnig inni í höfð- inu. Varast ber að lyfta höfðinu þegar bundið er um það vegna möguleika á hálsbroti. Ekki er mikið hægt að gera á slysstað við blæðingu úr vitum sjúkl- ings. Ef um einfalda blæðingu er að ræða, nægir oft að halda saman nösum hans. Varast ber að troða upp í eyru sjúklings. U. þ. b. 10% af sjúklingum, sem eru meðvitundar- lausir eftir bílslys eða hátt fall, geta verið með háls- brot og mænuskaða. Slíkt ber ávallt að hafa í huga. Alltaf þegar sjúklingur er meðvitundarlaus og ástæða er til að ætla að hann hafi hálsbrotnað eða vakandi og kvartar um verki aftan í hálsi, dofa eða máttleysi í útlimum, skal fara með hann sem væri hann háls- brotinn, þar til annað sannast. í því felst m. a. að banna sjúklingi að setjast upp eða reisa höfuðið, láta hann hafa sandpoka við höfuðið og hálskraga og búa um hann á bakfjöl eða skúffubörum. Ef velta þarf honum á hliðina vegna öndunarerfiðleika, skal viðhafa sérstaka varúð svo sem áður greinir. Skoiíun Eftir að lífsnauðsynleg meðferð hefur verið veitt fer fram nánari skoðun: taugaskoðun og almenn skoðun. TAUGASKOÐUN 1. Mat á meðvitund: a. Augnopnun: Opnar augu af sjálfsdáðum. Opnar augu við ávarp eða ka.ll. Opnar augu við ertingu aðeins. Engin augnopnun við ertingu. b. Hreyfing á útlimum: Hreyfir rétt samkvæmt beiðni eða skipun. Staðsetur ertingu með hendi. Dregur útlimi undan ertingu. 16 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.