Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 47

Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 47
dýra. Jafnframt, að lýsósóm séu mikilvægur vett- vangur kólesterólsöfnunar bæði í fríu, en þó einkum esterbundnu formi. Hvað veldur, er enn á huldu. Athyglisvert er, að sykursýki í rottum, bæði eftir streptozotocin og alloxan hefur í för með sér hindr- un á starfsemi flestra ef ekki allra lýsósóm hvata.113 Insulíngjöf kemur lýsósómstarfseminni aftur í rétt horf. Háþrýstingur hvetur hins vegar starfsemi lýsó- sómanna,114 og fyrr er lýst svipuðum áhrifum hárr- ar þéttni kólesteróls í blóði. Spurningin er, hvort starfsemin er nægilega aukin til að annast hið aukna magn fitu, sem að frumunum berst, vegna aukins gegndræpis (permiability) æðaþelsins, sem báðir þessir áhættuþættir valda. Lýsósóm kenningin svarar þessari spurningu neit- andi. Samkvæmt henni er einmitt slíkt misræmi milli fituaðstreymis og afkastagetu lýsósómanna orsök þess, að fita tekur að hlaðast upp innan frumna. Tals- menn þessarar kenningar benda á, að jafnvel minni háttar röskun á þessu jafnvægi gæti á árum og ára- tugum leitt til myndunar froðufrumna (foam cells) og síðar til fitusöfnunar utan frumna, þegar frum- urnar hrörna og deyja.109 Ekki verður svo lokið grein um æðakölkun og frumulíffræði, að ekki verði getið innleggs Gold- steins og Browns115,110,117 til skilnings á arfgengri hyperkólesterólemíu. Hugvitssamlegar tilraunir á ræktuðum fíbróblöstum úr sjúklingum með þennan sjúkdóm leiddi til þeirrar niðurstöðu, að skortur á LDL-móttökum (receptors), sem stýra kolesteról- framleiðslu frumunnar, lægi til grundvallar hömlu- lausri framleiðslu kólesteróls. Þar sem hér er kom- ið inn á orsakir og þróun hyperkolesterólemíu frek- ar en æðakölkunarinnar sjálfrar, fellur ýtarleg um- ræða um þessar merku rannsóknir utan ramma þess- arar greinar. Hins vegar eru þær sannfærandi dæmi um mátt frumulíffræði til að varpa Ijósi á orsakir og þróun sjúkdóma. LoUaoríS Æðakölkun er flókin vefj abreyting mótuð af fj ölg- un sléttra vöðvafrumna í innlagi, bandvefsmyndun og fitusöínun. Lýst var nokkrum kenningum um þró- un (pathogenesis). Samkvæmt áverkakenningu er sár í æðaþeli upphaf æðakölkunar, og viðbrögð blóðflagna og sléttra vöðvafrumna gegna lykilhlut- verki. Mónóklónal-kenningin álítur æðakölkun vera nokkurs konar góðkynja æxli í æðaveggnum, upp- runnið frá stökkbreyttri vöðvafrumu. Lýsósóm-kenn- ingin fjallar um fitusöfnunarþátt æðakölkunar, og tekur við, þar sem hinar kenningarnar enda. Sam- kvæmt henni er röskun jafnvægis milli aðstreymis og myndunar stærri fitusameinda annars vegar, og getu lýsósóma til að brjóta sameindirnar niður hins veg- ar orsök þess, að fita safnast í sléttar vöðvafrumur slagæðaveggja. HEIMILDIH: 1 World Health Statistics Annuals, 1972-1976, World Health Organisation. 2 Keys, A.: Coronary heart disease - ihe global picture. Atherosclerosis 22:149, 1975. 3' Bjarni Þjóðleifsson. Dauðsföll af völdum kransæðasjúk dóma á íslandi 1951-1976, Læknablaðið 64:55, 1978. 4 Intersociety Commission for Heart Disease Resources Report: Primary prevention of the atherosclerotic dise ases, Circulation 62:A-55, 1970. 5 Kuller, L. H.: Epidemiology of cardiovascular disease: Current perspectives. Am. J. Epidemol. 104:425, 1976. 6 Shekelle, R. B., Mac Millan, A., Paul, 0. et al.: Diet, serum cholesterol, and death frorn cononory heart dise- ase. The Western Electrc Study, N.Engl. Med., J. 304:65, 1981. 7 French, J. E.: Atherosclerosis in relation to the structure and function of the arterial intima, with special refer- ence to the endothelium. Int. Rev. Exp. Pathol. 5:253, 1966. 8 Zilversmit, D. B.: Atherogenesis: A postprandial pheno- menon, Circulation 60:473, 1979. 9 Wissel, R. W.: Principles of the pathogenesis of athero- sclerosis. í Baunwald: Heart Disease. A Textbook of Cardiovascular Medicine, Philadelphia, London, Toronto, W. B. Sounders Company, 1980, p. 1221. 10 Gunnar Sigurðsson: Æðakölkun og áhættuþættir. Yfir- litsgrein, Læknablaðið, 64:65, 1978. 11 Ross, R., Glomset, J. A.: Atherosclerosis and the arterial smooth muscle cell, Science 180:1332, 1973. 12 Benditt, E. P., Benditt, J. M.: Evidence for a monoclonal origin of human atherosclerotic plaques. Proc. Natt. Acad. Sci. USA. 70:1753, 1973. 13 Ross, R., Glomset, J. A.: The pathogenesis of atheros- sclerosis I and II, N.Engl. J. Med. 295:369, 420, 1976. 14 Geer, J. C., Haust, M. D.: Smooth muscle cells in at- herosclerosis, Monographs on Atherosclerosis, Vol. 2, S. Karger, 1972. 15 Hartman, J. I).: Structural changes within the media of læknaneminn 45

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.