Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 55

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 55
Myml 5. Ummyndun endoperoxide G-j í thromboxane Ao, sem er mjög óstöðugt ejnasamband, og síðan í thromboxane Bo, sem er biologiskt óvirkt, Fyrra hvarjið er hvatað af en- sími, en ekki það seinna. nefnt thromboxane A2 (TxA2). Niðurbrotsefni TxA2 sem 'áður hét PHD var því endurskírt og nefnt til samræmis thromboxane B2. Frá entloperoxiffi til prostacyclin Prostacyclin er yngsta barn prostaglandin fjöl- skyldunnar. Þetta efnasamband fannst 1976. Þá kom í ljós að incubation prostaglandin endoperoxiða með microsomal brotum af arterium leiddi til myndunar efnis er hafði sterk hemjandi áhrif á blóðflögu- klumpun, auk þess að vera æðavíkkandi. Sýnt var fram á að þetta efni var ólíkt öðrum þekktum efnum prostaglandin efnaskipta. Það var óstöðugt og mynd- un þess 'heftuð af lipið peroxiðum. Þetta efnasam- band hlaut nafnið prostacyclin í fyrstu, en síðar var því breytt í prostaglandin I (PG12). Afleiða prosta- glandins I2 niðurbrots er 6-keto-PGFn « (sjá mynd 6). Prostaylandin í bólyu Prostaglandin er að finna í flest öllum vefjagerð- um. Auk þess finnst aukið magn af PGE og PGF í ýmsum gerðum af sködduðum vef s. s. við uv-orsak- aða bólgu, brunasár, carrageenan-bólgu, monoarti- cular arthritis og „dinical“ rheumatoid arthritis, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hómogenöt bólguvefs geta einnig myndað mikið magn prostaglandin I2 og styrkur prostaglandina hefur mælst margfalt aukinn í cerebrospinal vökva katta með hitasótt. Sökum þess hve hratt endoperoxið Go og H2 klofna niður í prostaglandin, er ekki vitað með óyggjandi vissu hvort þau er að finna í bólguvef, en malonaldehyð finnst hins vegar í sködduðum vef. Prostaglandin hafa ýmis mikilvæg bólguvaldandi áhrif. Ef prostaglandin E er sprautað undir húð manna eða dýra, þá leiðir það til æðavíkkunar, ery- themiu, aukins æðagegndræpis og bjúgs. Viðbrögð sem um margt minna á bólgusvörunina sjálfa. Annað atriði, sem vakið hefur athygli, er lang- varandi virkni prostaglandina. Þannig getur ery- themia sem fengin er fram með því að gefa PGEj undir húð, varað allt að 10 klst. og ekki þarf nema nokkur nanogrömm til. Sé verulegu magni af prostaglandini E sprautað undir húð, þá veldur það sársauka, en fremur ólík- legt þykir að slíkt magn sé til staðar in vivo. Á hinn bóginn sýnir sig að mjög lítið magn prostaglandina getur aukið næmni taugaenda verulega og að slík ofurnæmni fyrir áreiti varir lengi. Prostaglandin G getur líkt og PGEj valdið ery- themia, en til þess þarf tvöfalt til þrefalt stærri (pgh2; pcr2) OH Mynd 6. Ferill myndunar og niðurbrots prostacyclins. Seinna hvarjið er talið gerast ensímlaust. LÆKNANEMINN 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.