Læknaneminn - 01.12.1980, Page 61
Hypothalamus
Taugaboð
Þéttni cortisols
í blóði
Verkun í frumum
Sterar eru fituleysanlegir og komast því yfir
frumuhimnur. Þeir geta flœtt frítt yfir himnurnar, en
ekki er fyllilega ljóst hvort einhver orkukræfur flutn-
ingsmáti kemur þar við sögu. I frymi flestra frumna
líkamans eru viðtakar sem glucocorticoíðar bindast.
Viðtaka-stera-komplexinn ferðast síðan inn að
kjarna frumunnar og binst þar krómatíni. Þetta leið-
ir af sér vakningu (activation) gena sem valda mynd-
un á mRNA. Þetta mRNA gefur fyrirmæli um ný-
myndun próteina sem endanlega gefa sterasvarið.
Prótein þessi eru af ýmsum gerðum. Þau geta t. d.
verið ensím sem viðkoma efnaskiptum frumunnar,
prótein sem viðkoma frumuskiptingu, byggingarpró-
tein eða prótein sem fruman notar til útflutnings
(secretion).
Sem sjá má er hið endanlega sterasvar afrakstur
margra efnabreytinga sem allar þurfa tíma til þess
að gerast. Því er skiljanlegt að nokkur bið verði á
svarinu eftir gjöf sterans. Þessi bið varir yfirleitt
í nokkrar klukkustundir.
Hemingunartími sterans í blóði segir ekki nema
að hluta til um lengd verkunar. Þar ræður helming-
unartími nýmynduðu próteinanna einnig miklu.
Helmingunartími cortisols er 80-100 mín, en verkun
þess stendur í 6-12 klukkustundir.
Verkun á líkamann
Glucocorticoíðar.
1. Orva nýmyndun glúkósa í lifur.
2. Auka glycogensöfnun í lifur.
3. Minnka upptöku glúkósa í frumur.
4. Örva niðurbrot fituvefs.
5. Örva niðurbrot próteina.
6. Draga úr bólgu- og ofnæmissvörun.
7. Bæla ónæmiskerfið.
Við sterameðferð sést aukið niðurbrot fituvefs
greinilegast á útlimum, þeir megrast. Með aukinni
nýmyndun glúkósa og minnkaðri upptöku hans í
frumur hækkar blóðsykur. Honum er svarað með
aukinni losun insúlíns. Glúkósinn fer þá inn í frum-
urnar og magni umfram þörf er breytt í fitu. Fita
þessi sest á herðar, báls og andlit, öðrum stöðum
fremur. Margir útlimir og „buffalo humps“ einkenna
útlit sjúklinga sem hljóta langa sterameðferð.
Glucocorticoíðar í lyfjafræðilegum skömmtum
draga úr bólgu- og ofnæmissvörun. Þeir hafa áhrif á
mörgum stöðum í svöruninni. Þeir hefta för hvítra
blóðkorna úr æðum (diapedesis) og hafa þau áhrif
á lysosom að þau losa síður innihald sitt (proteo-
lytísk ensím) út til eyðileggingar á nærliggjandi
frumum. Einnig fækkar eosinophil blóðkornum í
blóðrás.
I lyfjafræðilegum skömmtum bæla glucocortico-
íðar ónæmiskerfið. Þeir hafa til þess lympholytísk
áhrif, þ. e. lymphuvefur, eitlar, thymus og milta
skreppa saman. Sama gildir um æxli af lymphuveH
uppruna. Sterarnir hafa áhrif á mörg skref ónæmis-
svörunar: framgöngu mótefnavakans, mótefnamynd-
un, störf gleypifrumna (macrophaga) og loks á
bólguna sjálfa.
Auk þessa eru sterar notaðir til þess að ná belur
fram (potensera) verkun annarra lyfja, t. d. í með-
ferð á asthma bronchiale.
Virkni nokkurra stera
I töflu 1 má finna helstu stera sem notaðir eru.
Þar sést samanburður á virkni þeirra. Miðað er við
59
læknaneminn