Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 66

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 66
2. Stjórnlaus drykkja (loss of control, craving). Hér er átt við það einkenni drykkjusýkinnar, sem kemur fram í því að neytt er mun meira magns en ætlað er; áfengið er svolgrað en ekki drukkið. 3. Fráhvarfseinkenni (withdrawal syndrome). Þegar drykkjunni er hætt koma fram einkenni um skjálfta, krampa og ofskynjanir, sem getur endað með sturlun (delerium tremens). Sá einstaklingur, sem þessi einkenni hefur eftir langvinna áfengisneyslu, hefur líkamleg sjúkdóms- einkenni Alcoholismus Chronicus. Hann er líkamlega sjúkur vegna áfengisneyslunnar, og sjúkdómsein- kenni hans eru starfrænar truflanir. Hjá honum má auk þess finna vefrænar breytingar í lifur og fleiri líffærum. Um áfengisneyslu, sem veldur andlegum eða geð- rænum truflunum eingöngu, gegnir allt öðru máli. Erfitt er að flokka til ákveðins sjúkdóms þær kvart- anir og einkenni, sem koma fram í þessu sambandi, þar sem flest þessara einkenna eru sammerkt með öðrum geðrænum truflunum. Slík einkenni eru því með réttu talin til sjúkdómseinkenna (syndrome) en ekki sérstaks sjúkdóms (disease entity). Um áfengisneyslu, sem stendur í sambandi við fé- lagslegar ástæður eða veldur félagslegu tjóni, gegn- ir sama máli og um geðrænu áhrifin, að ekki er hægt í læknisfræðilegum skilningi að tala um sjúk- dóm (disease entity). I þessu sambandi er ástæða til að minna á það sem Jellinek skrifaði 1952 varðandi hugsanlega misnotkun á þessu sjúkdómshugtaki:14 „The lay public uses the term alcoholism as a de- signation for any form of excessive drinking, instead of as a label for a limited and well defined area of excessive drinking behavior“, og „Such an unwar- ranted extension of the disease conception can only be harmful because, sooner or later, the misappli- cation will reflect on the legitimate use, too, and more importantly, will tend to weaken the ethical basis of social sanction against drunkenness.“ Jellinek er þarna að vara við því að nota sjúk- dómshugtakið gáleysislega, eins og leikmenn gera óneitanlega í dag, en til þeirra teljast félagasamtök, sem berjast gegn áfengisbölinu eins og það er kall- að af þeim, en þeirra sjónarmið er að öll ofdrykkja sé alcoholismus. Slí'kar fullyrðingar stangast á við reynslu almennings og eru því, eins og Jellinek rélti- lega segir, til þess gerðar að veikja siðferðilega af- stöðu þjóðfélagsins til þessara vandamála. Lohaorð Alcoholismus chronicus (drykkjusýki) er ávana- myndaður sjúkdómur með líkamlegum einkennum og er í flokki annarra ávanamyndaðra sjúkdóma (drug addiction). HEIMILDIR: 1. Blakiston’s New Gould Medical Dictionary. Lewis: 302, 1951. 2. Inglis, B.: Lákekonsten Genom Tiderna. Bonniers, Stock- holm, 16, 1966. 3. Steffensen, V.: Hippokrates. Bókaútgáfan Norðri hf. 8-9. 1946. 4. Mahon, B. M. og Pugh T.: Epidemiology. Little Brown and Company, Boston. 15-27. 1970. 5. Landlæknisembættið. Classificatio Internationalis Stati- stica Morborum, Injuriarum et causarum Mortis. Reykja- vík 1971. 6. Huss, M.: Chronische Alkoholskrankheit, oder Alcohol- ismus Chronicus (Van dem Busch, Trans.) C. E. Fritze- Stockholm 1852. 7. Jellinek, E. M.: The Disease Concept of Alcoholism. Hillhouse Press, New Haven. 1960. 8. Cecil R. L. C. and Loeb, R. t. A.: Textbook of Medicine. W. B. Saunders Company, Philadeiphia, London, 559- 567. 1955. 9. Krupp, M. A. and Chatton, M. J.: Current Medical Dia- gnosis and Treatment. Lange Medical Publication, 642- 1978. 10. Solomon, P. and Patch, V. D.: Handbook of Psychiatry. Lange Medical Publication, California. 302. 1974. 11. World Health Organization, Expert Commitee on Mental Health, Report on the first session of the Alcoholism Subcommitee Technical Report Series No. 48, Geneva WHO. August, 1952 12. Tarter, R. E. and Sugerman, A. A.: Alcoholism. Addison- Wesley Publishing Company. 61. 1976. 13. Tarter, R. E. and Sugennan, A. A.: Alcoholism. Addison- Wesley Publishing Company. 69. 1976. 14. Tarter, R. E. and Sugerman, A. A.: Alcoholism. AddisonJ Wesley Publishing Company. 71. 1976. 64 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.