Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 68
klístur. Voru skellur af þessu á veggjunum öllum og
leit út fyrir að Saxi mundi verða freknóttur af að
vera mánuð þarna inni.
Nú leið að því að Hjalti Kristjáns tæki að sér að-
alhlutverkið í myndinni. Þannig var að sum herberg-
in voru læst og þurfti Pearson að fara út af örkinni
og ræsa sérstakan þartilgerðan mann sem kunni að
opna. Sá hafði starfsheitið Porter og var aumingi til
lífs og sálar sem talaði óskiljanlegt mál. Hann var
ekki nokkur maður til að laliba upp stigana en gerði
það þó, og pústaði í hverri tröppu. Og þegar hann
var kominn upp á þriðju hæð gekk hann svoleiðis
upp og niður af mæði að því verður ekki með orð-
um lýst. Þarna uppi varð Hjalti á vegi hans. „Ert þú
Porterinn?“ spurði hann frekjulega. „Jhhá,“ svar-
aði hinn. „Ætlar þú að bera töskurnar mínar hing-
að upp?“ Hinn svaraði ekki, en af öllu fasi hans og
augnatilliti mátti ráða akút myocardial infarct. Varð
hann þeirri stundu fegnastur þegar hann slapp og
gat flúið út í bælið sitt.
Um svipað leyti, eða meðan verið var að bíða eft-
ir Porternum, voru fáeinir glaðir menn saman
komnir úti á stétt. Reikna má með að þeir hafi verið
með hávaða. Nema hvað: skyndilega opnast gluggi
á 4. hæð og birtist þríbreitt skrímsl af þýskri gerð í
bleikri peysu. Var þarna komið gelgjuskeiðskvendið
Tanja frá Berlín. Hellti hún úr sér óstjórnlegum orð-
flaumi og skömmum á móðurmáli sínu yfir hópinn
og var allt hennar fas viðbjóðslegt. Allir kiknuðu
undan þessu nema Hjalti. Hann stóð teinréttur með
krepptan hnefa á lofti og svaraði nákvæmlega í
sömu mynt á brennandi Heidelberg-þýsku, svo hroll-
ur fór um áheyrendur. Fallegasta orðið sem hann
sagði var „Schweinhund“, við nefnum ekki hin. En
við þetta féll bleika skrímslið í glugganum alveg sam-
an og fór þrefalt flikk flakk upp í rúm sitt. Var hún
ofurliði borin, með taugaáfall og diuresur og bærði
aldrei á sér eftir þessa nótt.
Fyrsti dagurinn rann upp þungbúinn og erfiður
fyrir þunna íslendinga, sem höfðu lognast út af
síðla. Herbergin höfðu verið köld um nóttina, en
ekki höfðu þau hitnað undir morgun nema síður
væri. Og kom nú í ljós að Karl Kristjánsson var
frosinn á rúmi sínu. Hafði hann ekki skriðið undir
teppin mörgu, sem hann átti að hafa ofan á sér,
heldur lagst nakinn undir þunnu pjötluna sem lá efst.
66
Kalli var snarla þýddur upp með kemiskum aðferð-
um og varð honum þá að orði: „Mikil er nú skramb-
ans kuldatíðin hérna strákar.“ Allir samsinntu þessu
og svo tók Kalli gleði sína á ný.
Þennan dag átti ekkert að kryfja. Einhver fann út
að strætó 1 gengi í bæinn, og svo fóru allir í bæinn.
I miðbænum, sem er í engu frábrugðinn öðrum
miðbæjum, fengum við fyrst að sannreyna hið stór-
merkilega fyrirbæri vinstri umferð. Þannig var að
þegar menn gengu út á göturnar litu þeir ævinlega
ósj álfrátt í vitlausa átt og fengu þá gjarna brumm-
andi bíla aftan í knésbæturnar. Mátti oft litlu muna
að skaði hlytist af, en enginn var þó keyrður í neina
verulega klessu.
Þarna i miðbænum gerðu flestir það sama: fóru
á Tourist Information og keyptu kort af borginni,
röltu um og skoðuðu búðir og prófuðu veitingahús
með misjöfnum árangri.
Um kvöldið datt einhverjum í hug að bjóða þýsk-
urunum í partý og var það gert. Skriðu þeir þá út úr
hýði sínu einn og einn nema Tanja, sem aldrei kom.
Þetta reyndist vera allra sæmilegasta lið, miklu
skárra en týpiskir þýskir túristar sem allir þekkja.
í hópi þessum kynntist Kóli stúlku sem Irina hét og
var svo falleg að ekki var hægt að snerta hana, bara
horfa. Myndaðist með þeim sterkt Platónskt sam-
band, sem endaði í hápunkti, klimax, þegar þau
skiptust á adressum. Fyrir kurteisi sakir sagðisl
stúlka þessi hafa áhuga á að læra læknisfræði.
Daginn eftir var fyrsti krufningadagur. Einhverjir
velviljaðir menn höfðu falið strætó í trjáþykkninu
neðan við höllina og eftir stuttan en snarpan ratleik
fannst hann og allir læknanemar settust inn.
Þegar við komum í læknisfræðibygginguna, sem
er ný, villtumst við eftir tiltölulega mikla leiðsögn
inn í stóran fyrirlestrasal. Þar settust allir á rassgat-
ið. Þarna voru ekki bara íslendingar og ekki bara
hvítir menn heldur fullt af öðru fólki.
Skyndilega birtist dr. Lagopoulos og fór að halda
ræðu. Þessi maður var grískur að þjóðerni, svartur
á hár og skeggrót eins og Jón Hreggviðsson, en hvít-
ur á slopp eins og Ésú. Seinna var hann kallaður
Menos. Ég man nú ekki ræðuna, enda var hún á
ensku. En hann hótaði að þetta yrði erfitt og ef
mæting væri léleg yrðu engin vottorð gefin og engin
grið gefin. Allir skulfu í salnum, utan hinn danski
LÆKNANEMINN