Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 32

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 32
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti aðalhjálparhella og stuðningsaðili sjúklingsins. Hann ' leiðir sjúklinginn í gegnum ferlið til bætts líkamsá- stands, frá aumum og stífum vöðvum til mýkri og teygjanlegri vöðva, og síðar til sterkari vöðva. Hann hvetur sjúklinginn til dáða og kennir honum réttar æf- ingar. Mikilvægt er að fara ekki of geyst í þjálfuninni og aðlaga æfmgaprógrammið að þörfum einstaklings- ins. Segja þarf sjúklingnum að bati komi hægt, taki marga mánuði, og leggja áherslu á að hann missi ekki þolinmæðina. Eftir að sjúkraþjálfun og formlegri lík- amsþjálfun lýkur er nauðsynlegt að sjúklingurinn haldi áfram að stunda reglubundna líkamsrækt. 6. SVEFNLEYSI. Um 65% sjúklinga kvarta yfir ófullnægjandi svefni. Svefnleysi getur bæði verið orsök og afleiðing verkja- vandamála: Verkir halda vöku fyrir sjúklingnum en einnig eykur lélegur svefn næmi fyrir sársauka. Að laga svefntruflanir er því eitt af megin hlutverkum læknis- ins. Læknirinn þarf að benda sjúklingnum á þætti sem gera svefnskilyrði ýmist betri eða verri (sjá töflu VI). Notkun þríhringlaga geðdeyfðarlyíja fyrir svefn gefur ágæta raun. Þessi lyf dýpka svefninn og draga úr verkj- um hjá vefjagigtarsjúklingum (42). Mest reynsla er af notkun amitryptilins og því eðlilegt að prófa það fyrst en nota önnur þríhringja geðdeyfðarlyf ef amitryptilin þolist eltki eða gagnast ekki. Upphafs skammtur er 1/2 til 1 tafla (25 mg) klukkustund fyrir svefn en skammt- urinn er aukinn upp í 2 töflur og síðar 3 töflur ef nauð- syn krefur til að laga svefn, svo framarlega sem lyfið þolist. Ef næturverkir eru áberandi lcvörtun kæmi til greina að gefa bólgueyðandi gigtarlyf fyrir svefn eða T. parkodin 2x1 fyrir svefn. Ef kvíði virðist hamla svefni getur þurft að gefa kvíðastillandi lyf. 7. VERKIR. Verkir svara oft illa lyfjameðferð. Rétt er að reyna paracetamól og síðan bólgueyðandi gigtarlyf en halda annarri verkjalyfjameðferð í lágmarki. Sprautumeðferð í eymslapunkta gagnast stundum, einkum ef um er að ræða fáa punkta á afmörkuðu svæði. Líta ber á sprautu- meðferð sem stuðningsmeðferð við önnur meðferðar- form og æskilegt er að halda sprautugjöfum í lágmarki. 8. FÉLAGSLEG VANDAMÁL. Félagsleg vandamál eru algeng hjá einstaklingum með vefjagigt og þau auka á streitu og hamla bata. Langvarandi veikindi sjúldingsins geta skapað vanda- mál í hjónabandi og fjölskyldu. Margir sjúklingar verða fyrir tekjumissi eða missa atvinnu vegna veikinda sinna. Aðrir sjúklingar þrauka í vinnu sem stundum krefst mikils líkamlegs álags eða felur í sér síendurteknar hreyfmgar og er því óholl fyrir þá og hamlar bata. 3. KRISTALLAGIGT Margar tegundir kristalla geta myndast í liðvökva og í sumum tilfellum framkallað bólgusvörun. Liðbólgur sjást þó einkum í tengslum við þvagsýrukristalla- og kalsium pyrofosfat kristallamyndun. Þvagsýrtigigt í þvagsýrugigt hefur orðið útfelling á þvagsýru í lið- vökva. Þvagsýrukristallarnir koma af stað bólguferli þar sem kleyfkjarna hvít blóðkorn gegna lykilhlutverki. Meðferð á bráðu þvagsýrugigtarkasti miðast að því að annað hvort hindra losun bólguhvetjandi efna úr hvít- um blóðkornum (colchicine) eða að andhæfa verkun þessarra efna (bólgueyðandi gigtarlyf). Meðferð á bráðri þvagsýrugigt: 1. Bólguevðandi gigtarlvf. Þessi lyf bloldca cycloox- igenasa og draga með því úr losun á bólguhvetjandi prostaglandinum (þ.á.m. PG-E2). Þau eru ákjósanleg í meðferð á þvagsýrugigt því lyfin dempa bæði liðbólg- una og liðverkinn. Bráð þvagsýrugigtarköst einkennast af hratt vaxandi bólgu með roða, hita og svæsnum verk. Sjúklingurinn getur verið frá af kvölum. Við val á bólgueyðandi gigtarlyfi er heppilegast að velja lyf sem er kröffugt og frásogast hratt þannig að há blóðþéttni næst skjótt (tafla II). Indometasín uppfyllir þessi skil- yrði og er vinsælasta lyfið í meðferð á bráðri þvagsýru- gigt. Venjulegur skammtur af indometasíni er 50mg x 3 en í svæsnum tilfellum er hægt að gefa tvöfaldan slcammt í byrjun (100 mg) og síðan 50 mg x 3 á dag. Ibuprofen og hraðverkandi diclofenac (Voltaren rapid- R) ná einnig fljótt hárri blóðþéttni en eru heldur veik- ari lyf. Piroxicam og naproxen eru lengur að frásogast og ætti síður að nota í bráðu kasti, en nýtast betur í við- haldsmeðferð þar sem helmingunartími er langur. Bólgueyðandi gigtarlyf eru kjörlyf í meðferð á bráðri þvagsýrugigt hjá ungu fólki en hjá öldruðum er umtals- verð áhætta fylgjandi notkun þeirra og ber að nota þau af varkárni. LÆKNANEMINN 28 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.