Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Side 101

Læknaneminn - 01.10.1996, Side 101
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir Alls varð 221 auga fyrir alvarlegum augnáverka á tímabil- inu. Við útskrift voru einungis 69 (31%) augnanna með eðlilega sjón. Efnisskil: Alvarlegum augnslysum hjá fullorðnum á Is- landi fjölgar milli fyrra og seinna tímabilsins í rannsókninni. Helsta orsökin er vinnuslys og eru ungir karlmenn í iðnaðar- stétt þar einkum í áhættuhópi. Iþróttaslysum fjölgar einnig milli tímabilanna tveggja. Notkun viðeigandi hlífðarbúnað- ar var mjög ábótavant hjá þeim er slösuðust. Greinilegt er að hefja verður aðgerðir til að sporna við augnslysum hjá full- orðnum á Islandi. Lyfhrif flúcónazóls, itracónazóls og amphótericin-B á Candida Riörg Þuríður Magnúsdóttir1. Sigríður Björnsdóttir', Helga Erlendsdóttir2, Sigurður Guðmundsson2. 'LHÍ, 2Sýklarannsóknadeild Landspítalans. Inngangur: Sýkingar af völdum Candida stofna hafa farið vaxandi hérlendis undanfarin ár eins og í nálægum löndum. Flúcónazól, itracónazól ásamt amphótericin-B (amp-B) eru kjörmeðferð við Candidasýkingum. E-test® á Candida er ný aðferð til að meta lágmarksheftistyrk gegn lyfjum og hefur reynst mjög áþekk hefðbundinni þynningaraðferð. Eftir- virkni lyfja (postantibiotic effect, PAE) er skilgreind sem hömlun á vexti sýlda eftir að lyf er horfið af sýkingarstað og gefur möguleika á að gefa lyfið með lengra skammtabili en áður en með sama árangri og hugsanlega færri hjáverkunum. Ekki eru til upplýsingar um eftirvirkni triazollyfjanna, flucónazóls og itracónazóls gegn Candida, amp-B veldur hins vegar eftirvirkni gegn Candida. Þegar hlutfall af lágmarks- heftistyrk hægir á vexti sýkilsins kallast það letjandi þéttni (sub-MIC). Aðferðir: Lágmarksheftistyrkur itracónazóls, flucónazóls og amp-B á sex Candida stofna (C. glabrata, C. krusei, C. parapsilosis og þrír stofnar C. albicans) var fundinn með því að bera saman E-test® og þynningaraðferð. Athuguð var eft- irvirkni in vitro þessara sömu lyfja á þrjá stofna Candida út frá mismunandi verkunartíma lyfjanna og margfeldi af lág- marksheftistyrk. Lyfjunum var beitt í þéttninni 1-8*MIC í 1-4 klst. Þau síðan fjarðlægð með síun (0,7pm Millipore) og þynningum. Fyrir þessa sömu þrjá stofna voru áhrif letjandi þéttni þessara þriggja lyfja athuguð. Að lokum var áhrif letj- andi þéttni itracónazóls athuguð á aðra tvo staðlaða og fimm kliníska stofna C. Niðurstöður: Samsvörun milli E-test® og þynninarað- ferðar var 72% miðað við eitt þynningarfrávik. Marktæk eftirvirkni fékkst fyrir amp-B, en engin fyrir itracónazól eða flucónazól. Amp-B olli langri og þéttniháðri eftirvirkni gegn Candida eða frá 2-15 klst. Lítið eða ekkert in vitro dráp eft- ir 1-4 klst virkni af völdum flúcónazóls og itracónazóls, en mikið þéttniháð dráp eftir amp-B (1-4 loglO cfu/ml). Þrátt fyrir að engin eftirvirkni fengist fyrir itracónazól var hægt að sýna fram á að hægt er að letja vaxtahraða C.albicans (ATCC 24433 og 10231) ásamt þeim klinísku stofnum sem prófaðir voru með því að nota styrk itracónazóls allt niður í 1/20 af lágmarksheftistyrk. Letjandi þéttni fékkst hins vegar eltki hjá C.alb 90029 eða C.krusei. Alyktun: Þar sem engin eftirvirkni féklcst fyrir flúcónazól og itracónazól virðist það varla skipta máli klíniskt séð en þar sem löng eftirvirkni fékkst fyrir amp-B hefur það líklega þýð- ingu fyrir notkun Iyfsins klinískt. Letjandi þéttni hefur klinískt gildi á sama hátt og eftirvirkni þar sem Iyfið heldur áfram að hamla vexti sýkilsins þrátt fyrir að styrkur þess sé undir lágmarksheftistyrk og því hægt að lengja bil milli gjafa lyfsins. Hins vegar er ávallt erfitt að heimfæra in vitro rann- sóknir yfir á in vivo og því ekki hægt að fullyrða um kliniskt gildi letjandi þéttni nema frekari rannsóknir verði gerðar. Mælingar á Ubiquinone, CoQlO í blóði og vöðvum - samanburður á vefjagigtar- sjúklingum og viðmiðunarbópi Biörg Þorsteinsdóttir1. Sigrún Rafnsdóttir2, Árni J. Geirsson3, Sigurður V. Sigurjónsson4 og Matthías Kjeld2. 'LHl, "Rannsóknarstofa í blóðmeinafræði, ’Gigtardeild Lsp 4Röntgendeild Lsp. Inngangur: Þróuð var aðferð til mælingar á ubiquinone eða coenzymeQlO í blóði. Efnið er isopreneafleiða og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í orkubúskap frumunnar sem rafeindaferja á milli NADH-dehydrogenasa og b-ci complex- ins í öndunarkeðju hvatberanna. Styrkur CoQlO í himnu hvatberanna hefur reynst vera nálægt Michaelis-Menten fasta fyrir hvarfið sem það gengur inn í og því geta sveiflur í styrk þess haft afgerandi áhrif á virkni öndunarkeðjunnar og þar með myndun orkuríkra fosfata. Andoxunareiginleikar efnis- ins eru einnig taldir mikilvægir ti lað vernda frumuhimnur fyrir skemmdum af völdum súrefnisstalœinda. CoQl 0 ferð- ast um í lípópróteinum í blóði og er þar talið endurmynda °°-tocopherol sem er mikilvægt andoxunarefni. Vefjagigt er sjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoð- kerfisverkjum og minnkuðum vöðvakrafti. ATP og súrefnis- þéttni hafa mælst lækkuð í vöðvum þessara sjúklinga. Þá sýna vöðvafrumur merki um ósértækar hrörnunarbreytingar. Rannsóknir á CoQlO og klínísku mikilvægi þess eru til- tölulegar nýjar af nálinni. Það hefur meðal annars verið reynt við meðhöndlun á hjartabilun og lactic acidosis í meðfædd- um hvatberagöllum. Niðurstöður slíkra rannsókna eru eldd einhlítar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman CoQl 0 hjá vefjagigtarsjúklingum og viðmiðum. Efni og aðferðir: Aðferðin sem var þróuð og prófuð á 50 LÆKNANEMINN 91 2. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.