Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Page 115

Læknaneminn - 01.10.1996, Page 115
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir og auk þess að gera hagkvæmniathugun á þremur algengum sj úkdómsmeðferðum. Efniviður og aðferðir: Avinningsiíkön (cost-effectiveness analysis) voru notuð til að meta umframhagkvæmni (increa- mental cost-effectiveness) samfélagsins fyrir eftirtaldar með- ferðir: A, 45 ára kona með brjóstakrabbamein og meinvörp í holhandareitlum sem fær í kjölfar skurðaðgerðar meðferð með krabbameinsfyfjum CMF) í stað venjubundins eftirlits; B, 60 ára kona með svipaða sjúkdómsútbreiðslu brjósta- krabbameins sem fær meðferð með hormónalyfinu tamoxifen eftir aðgerð í stað venjubundins eftirlits; C, 60 ára karlmaður með kransæðasjúkdóm og þrengingu á höfuðstofni vinstri kransæðar sem gengst undir kransæðaskurðaðgerð rakleitt eftir greiningu í stað upphafsmeðferðar með Iyfjum. Allur umframkostnaður, bæði beinn (læknisfræðilegur og útgjöld sjúklings) og óbeinn (vegna vinnutaps), sparnaður (í með- ferðarkostnaði og vegna Iengri starfsævi) og umframlífsleng- ing (í árum) var tekin með í reikningínn. Ekki reyndist unnt að reikna óljósan kostnað eða sparnað (vegna breyttra lífs- gæða) inn í líkanið. Lífslenging var reilcnuð út frá 15-ára lif- unarferlum með tegrun. 5% afvöxtun (discounting) var not- uð bæði á kostnað og ávinning þar sem við átti. Hagkvæmn- in var reiknuð út frá ákveðnum grunnforsendum og óvissubil reiknað með því að gera svartsýnis- og bjartsýnisbreytingar á grunnforsendunum innan raunhæfra marka. Næmisathugun (sensitivity-analysis) var gerð á helstu óvissuforsendum líkan- anna til að meta viðkvæmni niðurstaðna fyrir breyttum for- sendum. Utkoma hagkvæmnirannsóknanna er tjáð sem sú fjárhæð sem það kostar samfélagið að bjarga einu mannári með viðkomandi meðferð. Niðurstöður: Áætluð lífslenging var að jafnaði 2 ár fyrir A, 0,7 ár fyrir B og 3,3 ár fyrir C. Þegar einungis var tekið tillit til beinna kostnaðar- og sparnaðarliða vegna meðferðar mældist hagkvæmnin (kostnaður á áunnið mannár): Fyrir A, 230 þúsund kr. (210 til 280 þús.); fyrir B, 270 þús.kr. (250- 290 þús.) og fyrir C, 85 þús.kr (15-165 þús.). Þegar einnig var tekið tillit til óbeinna kostnaðar- og sparnaðarliða varð út- koman eftirfarandi (kostnaður á áunnið mannár): Fyrir A, - 110 þús.kr.(-220 til +25 þús.) á áunnið mannár; fyrir B, 270 þús.kr. (250 til 290 þús) og fyrir C, -1.66 milljónir kr. (-1.73 til -1.58 milljónir). Efnisskil: Þegar reiknað er út frá beinum útgjalda- og sparnaðarliðum er umframkostnaður samfélagsins vegna meðferðanna þriggja á bilinu 85-270 þúsund krónur á áunn- ið mannár. Þegar vinnutap og laun vegna lengri starfsaldurs eru einnig reiknuð inn í líkönin kemur í ljós að krabba- meinslyfjameðferðin í A og hjartaaðgerðin í C skila samfélag- inu fjárhagslegum hagnaði auk þess að lengja líf einstakling- anna sem verið er að meðhöndla. Með því að gera óvinnu- færum hjartasjúklingi kleift að snúa aftur út á vinnumarkað- inn verður hagnaður samfélagsins um 5,1 milljónir króna (4,8-5,3 millj.) af hverri aðgerð ef gert er ráð fyrir að sjúkling- ur sé starfandi þau 3,3 ár sem líf hans lengist um. Tamoxifen meðferðin í C lengir hins vegar starfsævi 60 ára konu ekki að ráði og þess vegna breytist hagkvæmnin ekki þó að óbeinn þáttur Iauna reiknist með. Á þessu sést hversu miklu það get- ur breytt hvort að óbeinn kostnaður er telcinn inn í líkönin eða ekki. Þetta endurspeglar hvað hönnun hagkvæmnirann- sókna getur haft mikið að segja um það hverjar niðurstöðurn- ar verða og þar með hversu gerandaháðar þær eru. Helsti annmarki á notagildi hagkvæmnirannsókna við stefnumörk- un og forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu er einmitt skortur á samræmdum leiðbeiningum um það hvernig skuli í smáatrið- um staðið að framkvæmd slíkra kannana. Án slíkrar sam- ræmingar eru engar forsendur fyrir beinum samanburði á hagkvæmni inngripa við mismunandi kvillum og því ekki réttlætanlegt að stjórnendur leggi slíkan samanburð til grund- vallar stefnumótunar. Haglcvæmnirannsóknir geta hins veg- ar komið sér vel við að velja kjörmeðferð þegar tvö eða fleiri inngrip miða að sama marki en úr mísmunandi áttum. Enn er óljóst hve míkíl not heilbrigðiskerfið hefur af hagkvæmni- rannsóknum og væntanlega á margt eftir að gerast í þessum efnum á næstu árum. Mikilvægt er að læknar taki frumkvæði í umræðum um haglcvæmni og stefnumótun og stjórni hönn- un og framkvæmd hagkvæmnirannsókna á inngripum ís- lenskra heilbrigðiskerfisins. Samband beinmassa, líkamlegra þátta og kalkbúskapar tvítugra stúíkna á Islandi Sigurión Stefánsson1. Sindri Valdimarsson1. Gunnar Sigurðsson2, Leifur Franzson2, Laufey Steingrímsdóttir2 og Díana Óskarsdóttir2. 'LHÍ, 25júkrahús Reykjavíkur. Inngangur: Beinbrot eru stórt heilsufarslegt vandamál, sérstaklega hjá konum. Beinmassi er stór ákvörðunarþáttur fyrir áhættu á beinbrotum. Talið er að lækkun beinmassa um 1 staðalfrávik auki líkur á broti um 50-100%. Hámarks beinmassi sem fólk safnar á fyrri hluta ævinnar er stór álcvörð- unarþáttur fyrir beinmassa hin seinni ár. Því er mikilvægt að meta hvenær hámarks beinmassa er náð og athuga þá þætti sem mögulega tengjast myndun hámarks beinmassa. Ekki hefur áður verið gerð sambærileg rannsókn á þessum aldurs- hópi á Islandi og mikilvægt er að til séu upplýsingar um bein- massa þessa aldurshóps. Meginmarkmið þessa verkefnis er að safna saman upplýsingum um beinmassa ungra íslenskra kvenna og athuga tengsl beinmassa þeirra við ýmsa líkamlega þætti og kalkbúskap. Rannsóknarhópur: I rannsólcnina voru valdar af handa- hófi úr íbúaskrá Reykjavíkur 204 stúlkur á tuttugasta ald- ursári. Af þeim voru 30 stúlkur sem voru útlokaðar vegna ýmissa þátta, 29 stúlkur náðist ekki samband við, 26 vildu ekki koma en 119 stúllcur komu í rannsóknina, sem er um 80% af tiltækum. Stúlkurnar fóru í beinmassamælingu, svör- uðu spurningalista um matarvenjur sínar, blóðsýni voru tek- in úr þeim og að lokum var mældur hjá þeim gripstyrkur og LÆKNANEMINN 105 2. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.