Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 7
og samtökum þeirra, Alþýðusambandi íslands, allri
þeirri aðstoð, sem flokknum er unnt að veita.
Um kvöldið hélt Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
kvöldvöku í Þjóðleikhúskjallaranum og bauð þangað
öllum fulltrúum á flokksþinginu utan Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar.
3. fundur þingsins var haldinn mánudaginn 1. desem-
ber. Hófst hann kl. 3 síðdegis og var haldið áfram til
kl. 2 aðfaranótt þriðjudags, að frátöldu matarhléi. Var
rætt um skýrslur stjórnarinnar. Tóku þessir til máls:
Hannibal Valdimarsson, Guðm. G. Hagalín, Stefán
Stefánsson, Páll Þorbjarnarson, Eggert Þorsteinsson,
Guðmundur Erlendsson, Albert Imsland, Aðalsteinn
Halldórsson, Sveinbjörn Oddsson, Kristján Guðmunds-
son, Bjarni Andrésson, Pétur Pétursson, Guðjón B.
Baldvinsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Helgi Sæmunds-
son, Gylfi Þ. Gíslason, Haraldur Guðmundsson, Jón P.
Emils, Stefán Pétursson, Steindór Steindórsson, Kristinn
Gunnarsson og Jóhann G. Möller.
4. fundur var haldinn þriðjudaginn 2. desember.
Hófst hann kl. 2 síðdegis og stóð, að frátöldum kaffi-
og matarhléum, til kl. tæplega 6 aðfaranótt miðviku-
dags. Á fundi þessum voru rædd álit stjórnmálanefndar,
bæjarmálanefndar, verkalýðsmálanefndar fræðslu- og
menningarmálanefndar, útbreiðslu- og skipulagsmála-
nefndar, fjárhagsnefndar, blaðnefndar og allsherjar-
nefndar.
1) Framsögumaður stjórnmálanefndar var Gylfi Þ.
Gíslason. Til máls um tillögu hennar tóku: Aðal-
steinn Halldórsson, Emil Jónsson, Erlendur Þor-
steinsson, Jóhann G. Möller og Guðmundur Erlends-
son.
5