Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 73

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 73
4) Tekið verði upp opinbert verðlagseftirlit með allri innfluttri vöru og innlendri iðnaðarvöru og þjónustu. 5) Innflutningur til landsins verði ekki takmarkaður með höftum nema að svo miklu leyti sem nauðsyn- legt kann að reynast til þess að tryggja framgang ákveðinna stórframkvæmda eða afstýra yfirvofandi vandræðum í gjaldeyrismálum. V. Kaupgjaldsmál. 1) Greidd verði mánaðarlega full vísitöluuppbót á allt kaupgjald. 2) Endurskoðaður verði grundvöllur framfærsluvísi- tölunnar þannig, að tryggt verði, að hún sýni breyt- ingar á raunverulegum framfærslukostnaði. 3) Unnið verði að því, að konum verði greidd sömu laun og' körlum fyrir sömu vinnu. 4) Komið verði á þeirri skipan, að nefnd, skipuð full- trúum frá samtökum launamanna (Alþýðusambandi íslands og B. S. R. B.), bænda, atvinnurekenda og ríkisvaldsins semji til eins árs í senn um grund- vallaratriði í launamálum og verðlagsmálum land- búnaðarins. VI. Skattamál. 1) Felldir verði niður eða lækkaðir tollar og sölu- skattur á helztu nauðsynjavörum. 2) Meðan tekjuskattur er innheimtur samkvæmt gild- andi skattstiga, verði tekjur umreiknaðar með vísi- tölu, er sýni raunverulegt verðfall peninga, síðan skattstiginn var settur. Allir tekjuskattar verði sem fyrst sameinaðir, og ennfremur athugaðir mögu- 71

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.