Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 82
fólk til að ganga í verkalýðsfélög og taka þar virkan
þátt í störfum.
Þá vill þingið minna á, að það voru verkalýðssam-
tökin, sem stofnuðu Alþýðuflokkinn, til þess að vinna
að hagsbótamálum alþýðunnar á hinum pólitíska vett-
vangi, og beri því þingmönnum flokksins og öðrum
trúnaðarmönnum að vinna ötullega að framgangi allra
þeirra mála, er verkalýðssamtökin telja nauðsynleg,
enda séu þau í anda Alþýðuflokksins og í fullu sam-
ræmi við stefnu hans, eins og hún í upphafi var mörkuð.
Til þess að auka áhrif Alþýðuflokksins sem mest
innan verkalýðssamtakanna telur þingið nauðsynlegt,
að sem bezt og nánast samstarf sé milli flokksfor-
ustunnar og þeirra flokksmanna, sem á hverjum tíma
eru forustumenn í verkalýðssamtökunum og lýsir því
ákveðið sem skoðun sinni, að til þess að samstarf þetta
geti orðið sem bezt, verði áhrifa flokksmanna í verka-
lýðssamtökunum meira að gæta í flokksstjórn og öðr-
um trúnaðarstörfum innan flokksins, en verið hefur
hin síðari ár, enda ekki þess að vænta, að Alþýðu-
flckkurinn eflist sem verkalýðsflokkur nema hann láti
málefni verkalýðssamtakanna verulega til sín taka. Á
sama hátt verða verkalýðssamtökin aldrei öflug nema
þau hafi við sterkan Alþýðuflokk að styðjast.
80