Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 19
eldri erum og mæðnari, en brátt, í samræmi við lög-
mál lífsins, fara þeir fram úr okkur á leiðinni upp á
fjallið, upp á efsta tindinn. Og það er sérstök ástæða
til að árna félagsskap ungra jafnaðarmanna allra heilla
af tilefni afmælisins, því þaðan má vænta þeiría, er
ríkið eiga að erfa.
Það er einnig ástæða til að bjóða velkomna menn
sjálfrar verkalýðshreyfingarinnar, fulltrúa og ráðamenn
Alþýðusambands íslands, bæði þá, sem eru fulltrúar á
flokksþinginu og eins hina, er sitja hér sem gestir. Það
er einmitt tákn um hið nána samband Alþýðuflokks
og Alþýðusambands, þessara tveggja höfuðstofngreina
alþýðuhreyfingarinnar. Samstarfið hefir verið náið og
á að vera náið. Þessar tvær greinar voru í upphafi og
24 árin fyrstu samfleytt, samtvinnaðar í einu heildar-
skipulagi, og frá þeim árum er sannarlega margs góðs
að minnast. Og þó að skipulagið væri rofið fyrir 12
árum síðan, haldast enn og eiga vissulega að haldast,
traust og órofa tengsl, þessara tveggja fylkinga, er að
verulegu leyti stefna að sama marki. Eg býð fulltrúa
og gesti frá hinum íslenzku verkalýðssamtökum sérstak-
lega velkomna hing'að.
Vi har den store fornöjelse at have her, ved kon-
gressens ábning, en repræsentant fra Danmarks Social-
demokrati. Det er vor partifælle, Carl P. Jensen, som
ogsá repræsenterede De samvirkende fagforbund i
Danmark pá vor faglige landsorganisations kongres.
Denne udmærkede gæst, var ogsá til stede pá vor parti-
kongres for seks ár siden, og der bragte han os en hilsen
fra sit parti. Vi hilser denne vor gode gæst med
begejstring. Han har her blandt os mange personlige
17