Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 46
þá þarf engan að undra þótt þröngt sé nú fyrir dyrum
margra alþýðuheimila. Það er því miður einnig svo
komið, að óvenjulega ömurlegt ástand og öryggisleysi
blasir nú við framtíð fjölda manna. Og þó væri þetta
enn geigvænlegra, ef ekki hefði notið við 3—400 millj.
króna gjafafjár, er gert hefir kleift að viðhalda innflutn-
ingi og leggja í framkvæmdir við byggingu viðauka
órkuveranna við Laxá og Sog og að reisa áburðarverk-
smiðju. Og ekki má heldur gleyma því, að framkvæmdir
á vegum varnarhersins hefir veitt mörg hundruð mönn-
um vinnu. Ef ekld hefði komið til þessarar tvöföldu er-
lendu aðstoðar, væri hér á landi orðið hreint öngþveiti
og algert neyðarástand. Það er aðeins þetta en ekki
stjórnarstefnan, er hefir hindrað algert öngþveiti.
Þannig blasa við í dag, áhrif stjórnarstefnunnar á
hag almennings.
En rétt er að geta þess hér, að ekki hefir þetta ástand
skapað öllum örbirgð og vandkvæði. Ymsir spákaup-
menn og forréttindafólk lifir nú betra lífi en oftast áður,
í skjóli þeirrar stefnu, er ríkisstjórnin hefir fylgt. Þeir
þurfa undan engu að kvarta. Þeir hafa ríkisstjórn, er
þeir geta við unað.
Vegna stjórnarstefnunnar og.hinna síversnandi kjara
almennings, hefir það óhjákvæmilega leitt til þess, að
verkalýðssamtökin sjá sér ekki lengur fært að una
þessu ömurlega ástandi. Hafa þessi samtök því séð
sig neydd til þess að segja upp samningum og krefjast
leiðréttinga mála sinna. Ekki er nú unnt að segja,
til hvers sú barátta leiðir. En eitt er víst, að verka-
lýðshreyfingin hefir verið umburðarlynd og ekki lagt
til átaka fyrr en henni fannst mælirinn orðinn fleyti-
fullur.
44