Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 62
höfum forsetavaldsins, skyldi hafa sig svo mjög í
frammi, og á þann hátt, er hann gerði. Hreyfingin með
Asgeiri Asgeirssyni var sterk og samhæfð. Miklir
áhrifamenn úr öllum lýðræðisflokkunum tóku þar for-
ystu og skipuðu sérstaka landsnefnd. Þessir stuðnings-
menn gáfu ut sérstakt blað „Forsetakjör“, þar sem
menn úr öllum stjórnmálaflokkum létu' til sín heyra
og mæltu eindregið, en ofsa- og áreitnislaust, með kosn-
ingu Asgeirs Asgeirssonar. Ekki var ráðist neitt að pers-
ónum hinna frambjóðendanna, og yfirleitt var mála-
flutningur blaðsins og annarra stuðningsmanna, mál-
efnalegur og kurteis. Alþýðublaðið og önnur blöð Al-
þýðuflokksins mæltu eindreg'ið með kosningu Ásgeirs
Ásgeirssonar, og tóku það skýrt og réttilega fram, að
hann væri ekki sérstakur frambjóðandi flokksins, heldur
almennrar hreyfingar í landinu, er teldi hann bezta
og álitlegasta forsetaefnið.
Blöð kommúnista og forystumanna þeirra voru hóg-
vær í upphafi. En brátt varð annað uppi á teningnum.
Þjóðviljinn tók að beita sér sérstaklega gegn Ásgeiri
Ásgeirssyni, og flutti um hann svæsnar svívirðingar.
Einar Olgeirsson fór í ferðalag út um land og lagði
þar allt kapp á að vinna gegn Ásgeiri Ásgeirssyni.
En illa gekk forystumönnum stjórnarflokkanna að
reka trippin. I öllum þessum flokkum reis fólkið sjálft
upp gegn forystumönnunum og neitaði að hlýða. Margir
úr stjórnarflokkunum gáfu sig fram í ræðu og riti til
stuðnings Ásgeiri Ásgeirssyni, og hópur af kjósendum
kommúnista gáfu yfirlýsingu, þar sem þeir mótmæltu
framferði forystumanna sinna og flokksblaðs.
Hámarki sínu náði kosningabaráttan við útVarpsum-
ræðurnar. Formenn stjórnarflokkanna og kommúnista
60