Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 52
um stöðum, þar sem þess er kostur og mest þörf til
atvinnuaukningar. Ekki virðist þetta nauðsynjamál
heldur mæta þeim skilningi og stuðningi, sem vert væri,
heldur kulda og fásinni stjórnarliðsins.
Bátagjaldeyriskerfið og öll framkvæmd ríkisstjórnar-
innar til stuðnings bátaútveginum, hefir bæði verið
óþinglega framkvæmd, fálmkennd, skipulagslaus og
leitt til þess, að lagður hefir verið óhæfilegur skattur á
margar nauðsynjavörur, og allskonar milliliðir og
gróðabrallsmenn átt þess drjúgan kost að maka krók-
inn, en sjómenn og heiðarlegir bátaútvegsmenn borið
skarðan hlut frá borði.
Til þess að lagfæra þennan vanskapnað, koma á
betra og réttlátara skipulagi, hindra okur og gera
auknar tilraunir til markaðsöflunar, hefir þingflokkur-
inn nýlega flutt frumvarp um framleiðsluráð sjávarút-
vegsins, afnám bátagjaldeyrisskipulagsms o. fl. Er þar
gert ráð fyrir, að framleiðsluráð taki að sér verkefni
fiskimálanefndar og hafi að öðru leyti forgöngu um
það að tryggja rekstur bátaútvegsins, að bátagjaldeyris-
formið verði afnumið í sinni fyrri mynd, en í stað
þess lagt innflutningsgjald á vissar, miður nauðsynlegar
vörutegundir, en um leið tryggt, að þær verði seldar við
svo vægu verði sem unnt er, og fénu varið til að tryggja
svo hátt verð á útfluttum bátafiski, sem nauðsynlegt er
til þess að geta rekið bátaútveginn. Er hér um mörg
og merkileg nýmæli að ræða, sem tími vinnst ekki til
að rekja. En hér er vissulega um mál að ræða, er gæti
haft í för með sér miklar umbætur og hagræði fyrir
almenning. En ef að líkum lætur þarf vart að búast við
því, að stjórnarflokkarnir hafi áhuga eða vilja til þess
að Ijá þessum merku nýjungum lið.
50