Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 44
eyrisskortur, þannig að bankarnir hafa ekki getað af-
greitt gjaldeyri til þessa innflutnings. Og á síðustu
tímum hefir verið svipt mörgum burðarstoðum undan
byggingu þess hrófatildurs, sem nefnt hefir verið
„frjáls verzlun" í herbúðum stjórnarinnar. Á ég þar
við ráðstafanir þær, er ríkisstjórnin lét gera á þann
veg að skylt sé að kaupa ýmsar vörur frá svonefndum
clearinglöndum, sem jafnvirði útfluttra vara til þess-
ara landa. Hefir það að sjálfsögðu í för með sér, að
ekki er hægt að sæta hagkvæmustu innkaupum, og að
miður nauðsynlegum vörum, með háu verði er hrúgað
inn í landið þó jafnvel geti orðið skortur á nauðsynleg-
ustu vörum.
Það er mjög löng leið frá því, að stjórnin hafi látið
draga úr sköttum og tollum. Allt hefir það farið vax-
andi, meðal annars hinn illræmdi söluskattur, þó niður-
greiðslur á nauðsynjum almennings séu að mestu úr
sögunni og ekki sé tekin ábyrgð á ákveðnu fiskverði.
Veruleg undirrót óhamingjunnar í þessum efnum,
sem skapað hefir þau vandkvæði, er nú ríkja í þjóð-
félaginu, er hið ört vaxandi verðlag í landinu, sú geysi-
lega verðbólga, er leitt hefir af stjórnarstefnunni.
Eins og ég gat um í setningarræðu minni, hækkaði
framfærsluvísitala sáralítið í tíð þeirrar samsteypu-
stjórnar, þar sem ég átti forsæti, en það voru tæp þrjú ár.
Vísitalan hækkaði þá frá valdatöku þeirrar stjórnar úr
310 stigum í 330 stig miðað við 1. sept. 1949, eða um
6,45%. En frá þeim tíma til 1. nóv. 1952 hefir þessi vísi-
tala hækkað úr 330 stigum í 669 stig eða um 102,7%.
Til samanburðar má geta þess, að á árunum 1947—
1949, stóð vísitalan í Noregi í stað, hækkaði í Svíþjóð
um 7,79% og í Danmörku um 7,87%, eða mjög svipað
42