Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 54
til áhrifa á það, hvor frambjóðandi stjórnarflokkanna
næði kosningu heldur en að kjósa sinn eiginn flokks-
mann, sem alveg væri vonlaus um að ná kosn-
ingu, og einnig vegna þess að engum landslista væri til
að dreifa í aukakosningum, er gæti haft áhrif á þing-
mannatölu Alþýðuflokksins. Þessi aukakosning, eins og
hún var háð í kjördæminu, sýndi því ekki hinn rétta
hug fólksins til Alþýðuflokksins og stefnumála hans.
Aukakosningin á Isafirði var sótt af hinu mesta harð-
fylgi og stóðu þar spjótalög sameinaðra andstæðinga á
Alþýðuflokknum, sem þó gekk með sigur af hólmi með
fleiri atkvæðum en fyrr. En bilið á milli hans og Sjálf-
stæðisflokksins minnkaði um 6 atkvæði, miðað við
næstu kosningar á undan, og var það almæli kunnugra
manna, enda bentu úrslitin til þess, að nokkur hópur
af kommúnistum hafi þar farið yfir á frambjóðanda
Sjálfstæðisflokksins, í þeirri von að fella höfuðóvininn,
Alþýðuflokksmanninn. Er það ekki í fyrsta sinn, sem
þau viðundur gerast. En þessar kosningar og úrslit
þeirra, er órækur vottur þess, að Alþýðuflokkurinn
getur engum treyst nema eigin mönnum, og þörf er sam-
felldrar fylkingar flokksins, harðrar baráttu hans, mik-
illar vinnu og öruggrar trúar á góðan málstað. Og
þess er vissulega að vænta, að Isfirðingar muni, eins
og áður, halda fast um árahlummana, ekki hræðast rauða
rokið og berja krappan sjó, þótt á móti blási. Eiga heildar-
samtök íslenzkra jafnaðarmanna sannarlega að gera sitt
til þess að létta þeim róðurinn.
Kosningarnar í Vestur-ísafjarðarsýslu vöktu mikla
athygli. Asgeir Asgeirsson hafði haldið því kjördæmi
fyrir Alþýðuflokkinn í 12 undanfarin ár, og áður í 17
ár samfleytt verið þar kjörinn sem framsóknarmaður
52