Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 51
Frumvarp um það, að hvort hjóna fyrir sig sé sjálf-
stæður skattþegn.
Frumvarp um, að frádráttarbær kostnaður við heim-
ilisstjórn mcgi vera allt að ákveðnu marki.
Öll þessi umbótamál varðandi skattálagningu virðast
ekki eiga fylgi að fagna meðal stjórnarliðsins.
Þungbærust af öllum raunum almennings er atvinnu-
leysið og öryggisleysið í því sambandi. Hefir stjórnar-
stefnan, bæði varðandi iðnaðarmálin og yfirleitt, orðið
til þess að draga út atvinnu, en fátt eitt verið gert í
þá átt, að greiða fyrir þeim mörgu stöðum út um land,
þar sem atvinna hefir verið léleg og stopul.
í því skyni að bæta nokkuð úr þessum vandkvæðum,
hefir þingflokkurinn staðið að flutningi nokkurra mála.
Hann hefir flutt tillögu um að greiða fyrir innflutningi
á hráefnum til iðnaðarframkvæmda og að draga úr eða
stöðva innflutning á iðnaðarvörum.
Iðnaðarmálaráðherra, Björn Ólafsson, tók tillögu
þessari mjög illa og sá ekki ástæðu til að samþykkja
hana. Gera má ráð fyrir, að stuðningsflokkur hans
standi þar verulega að baki.
Til þess að greiða fyrir byggingu skipa innanlands,
hefir flokkurinn flutt frumvarp um endurgreiðslu tolla
og skatta af efni til sldpa, sem smíðuð eru innanlands.
Ekki verður ennþá sagt, hver verða afdrif þessa frum-
varps, jafnvel þótt því væri ekki ólíklega tekið af ein-
um ráðherranna.
Þá hefir þingflokkurinn flutt að nýju hið gagnmerka
frumvarp um togaraútgerð ríkisins til atvinnujöfnunar,
þar sem lagt er til, að ríkið kaupi og reki 4 togara til
þess að jafna atvinnu í kaupstöðum og kauptúnum með
því að leggja upp afla þessara togara til skiptis á ýms-
49