Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 17
Rœða
forseta, Stefáns Jóh. Stefánssonar, við setningu
flokksþingsins.
Eg leyfi mér að bjóða y.kkur öll innilega velkomin
til þessa þings Alþýðuflokksins, sem nú er að hefjast.
Ég býð þá fulltrúa og gesti sérstaklega velkomna, sem
komið hafa hingað um langan veg til þess að sitja
þingið sem fulltrúar eða gestir.
Við, sem eldri erum í þessari hreyfingu, og' höfum
setið meginþorra þeirra flokksþinga, sem haldin hafa
verið, hljótum að veita því athygli, að margir af hinum
öldnu kempum upphafsáranna, eru nú horfnir af sjónar-
sviðinu, og' þingin bera nú meir og meir blæ hinna
yngri, er tekið hafa við. Fyrsta kynslóðin í sögu flokks-
ins er nú óðum að týna tölunni. Það er lögmál'lífsins,
strangt og rökfast, er ekki lætur að sér hæða. Og þó
aðeins séu liðin 36 ár frá því að Alþýðuflokkurinn var
stofnaður, er það næsta eðlilegt, að margir frumherjanna
séu fallnir í valinn, en aðrir komnir í þeirra stað.
Það er vert að minnast þess sérstaklega nú og á
þessum stað, að eftir þrjár vikur, eða 20. des, n.k., eru
70 ár liðin frá því að Jón Baldvinsson fæddist. Aðeins
34 ára að aldri gerðist hann formaður Alþýðuflokksins,
nokkrum mánuðum eftir stofnun hans, og var eftir það
formaður flokksins til dánardægurs 17. marz 1938, eða
15