Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 21

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 21
fögnum við gestkomu hans nú, sem fulltrúa fyrir bræðraflokk okkar í Danmörku, þann flokk, sem við höfum frá upphafi samtaka okkar, haft náið samband við og notið þaðan vinsemdar og góðs skilnings. Frá Danmörku bárust fyrstu frækornin, sem sáð var í ís- lenzkan akur, og upp af þeim spratt flokkur okkar. Við hyllum hinn ágæta flokk Staunings og Hedtofts, þökk- um honum fyrir ágætt samstarf, og þá fyrirmynd, sem hann hefir gefið samtökum okkar. Um leið og við þökkum flokksbróður okkar, Carl P. Jensen, fyrir komuna, biðjum við hann að bera Alþýðu- flokki Danmerkur beztu kveðjur flokksþingsins og árn- aðaróskir, og bið ég fultrúa og gesti að standa upp því til áréttingar. Frá því að flokksþing var haldið fyrir 2 árum og síðasti flokksstjórnarfundur fyrir einu ári síðan, hafa margir menn úr alþýðuhreyfingunni fallið í valinn, ekki einungis af eldri kynslóðunum, heldur einnig þeir, er voru á miðjum aldri og stóðu mitt í vandasömum störfum og striti fyrir hreyfinguna. Þetta á ekki ein- ungis við um íslenzk flokkssystkin okkar, heldur einnig um erlendar hetjur á sama vettvangi. Og þar sem sam- tök jafnaðarmanna, hvar sem er í heiminum, eru bæði þjóðleg og alþjóðleg, er vissulega ærin ástæða til þess að minnast einnig hetjanna, sem hnigið hafa á erlend- um vettvangi. Eg vil leyfa mér að minnast alveg sérstak- lega tveggja erlendra forystumanna jafnaðarmanna, sem nýlega eru fallnir frá. Einn af fremstu forystumönnum franska alþýðu- flokksins Salomon Grumbach er nýlega látinn, nokkuð við aldur. Hann var Evrópuþekktur fræðimaður jafn- 19

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.