Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 71

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 71
bátaflotans (frystihús, söltunarstöðvar, fiskimjöls- verksmiðjur, lýsisbræðslur) eða annast aðra þjón- ustu fyrir hann (viðgerðarverkstæði, verzlunar- fyrirtæki), verði rekin með samvinnusniði af útvegs- mönnum og sjómönnum, svo að þessir aðilar fái sannvirði aflans í sinn hlut. 5) Gildandi skipulag á útflutningi sjávarafurða verði endurskoðað í því skyni að tryggja víðtækari markaðsleit, samræmdari heildarstjórn, öruggara eftirlit og sem hæst verð til eigenda aflans. 6) Bátagjaldeyrisskipulagið svo nefnda verði afnumið. Að svo miklu leyti sem fyrr greindar ráðstafanir kunna ekki að nægja til þess að tryggja afkomu bátaútvegsins hverju sinni, veiti ríkissjóður nauð- synlegan fjárhagsstuðning og afli til þess fjár með aðflutningsgjaldi og framleiðslugjaldi á varning, sem ekki verður talinn til nauðsynja. II. Landbúnaðarmál. 1) Landbúnaðarframleiðslan verði efld og' styrkt með aukinni ræktun og bættum véla- og húsakosti. 2) Unnið verði að því að skipuleggja bæði framleiðslu og dreifingu þannig, að hvort tveggja takizt: Að gera afurðirnar ódýrari neytendum og bæta hag bænda- stéttarinnar. 3) Framkvæmd verði gagnger rannsókn á verðlags- grundvelli innlendrar landbúnaðarvöru í því skyni, að tryggja bændum réttmætar tekjur og neytendum sanngjarnt verð. 4) Gerðar verði sérstakar ráðstafanir til þess að lækka dreifingarkostnað á landbúnaðarvörum. 69

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.