Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 40

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 40
Eins og kunnugt er, var svo hervarnarsamningur þessi undirritaður 5. maí 1951, og á flokksstjórnarfundi 4. október 1951, var efirfarandi ályktun samþykkt með 24 samhljóða atkvæðum: „Vegna hins alvarlega og hættulega ástands í al- þjóðamálum, cg eins vegna þess að Island er aðili að Atlantshafsbandalaginu, hefir öðlazt þar rétt til varna af hálfu bandalagsins, og tekið þar á sig skyldur, samþykkir stjórn Alþýðuflokksins að staðfesta álykt- un þingflokksins frá 28. apríl s.l. um að gera samn- ing þann um hervernd Islands og stjórn Banda- ríkjanna í umboði Atlantshafsbandalagsins 5. maí 1951.“ Síðan var þessi hervarnarsamningur staðfestur af Al- þingi og greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði með því. Um þetta mál var gleðileg eining og samstaða innan stjórnar og þingflokks Alþýðuflokksins, og ekki er annað vitað en að flokksmenn yfirleitt hafi látið sér það vel líka. Varnarherinn kom síðan til landsins og hefir dvalizt hér síðan. Eg hefi í þingsetningarræðu minni minnzt nokkuð á dvöl hersins, og vandamál í sambandi við hann, og sé ég því ekki ástæðu til þess að fjölyrða hér um það frekar. Utanríkismálastefna Alþýðuflokksins, eins og allra annarra jafnaðarmannaflokka, hlýtur fyrst og fremst að vera miðuð við það tvennt, að tryggja frelsi lands- ins og vinna að friði í heiminum. Þessvegna hefir flokk- urinn viljað styðja að þátttöku Islands í Sameinuðu þjóðunum, og vill, að fulltrúar landsins leggi þar sitt lóð á vogarskálina, til þess að styðja þar að því, að

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.