Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Síða 90
c. Flokksþingið telur nauðsynlegt, að betur sé
unnið að lækningu ofdrykkjumanna, en til þessa
hefur verið gjört. Verði sá háttur upp tekinn að
veita þeim læknismeðferð og aðhjúkrun sem
sjúklingum en ekki að láta þá sæta meðferð af-
brotamanna.
2) Þingið telur brýna nauðsyn á, að ítarleg rannsókn
fari fram á því, á hvern hátt sé hægt að draga úr
byggingakostnaði smáíbúða.
Telur þingið rétt, að kosin sé nefnd í málið, og leiti
hún sérfræðiaðstoðar í störfum sínum, til þess að
geta komizt að sem áreiðanlegastri niðurstöðu um
öll atriði málsins.
Nefndin hafi lokið störfum eigi síðar en 1. maí
næst komandi.
3) Flokksþingið lýsir yfir fylgi sínu og fullum stuðningi
við þá stefnu verkalýðsfélaganna í kjarabaráttunni að
leggja aðaláherzluna á að knýja i'íkisvaldið til að
gera ráðstafanir til aukinnar atvinnu annars vegar
og lækkunar farmgjalda, verðtolls og söluskatts
hinsvegar. Einnig lækkunar álagningar í heildsölu
og smásölu o. s. frv., til þess að snúa við hjóli dýr-
tíðarinnar.
Þá telur þingið, að verkalýðssamtökin eigi einskis
annars úrkosta, en að knýja fram kröfur sínar um
kauphækkanir með afli samtakanna, ef daufheyrzt
verður við hinni fyrrnefndu leið, sem þingið telur
að öllu æskilegri, eins og nú er komið málum.
4) Þingið telur rétt, að illa hagnýtt hraðfrystihús verði
tekin leigunámi eða eignarnámi, þegar meirihluti
vélbátaeigenda á viðkomandi sfað óskar að stofna
88