Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 35
einnig skýra frá fjárhagsafkomu flokks og Alþýðublaðs-
ins og því, sem gert hefir verið og framkvæmt, varð-
andi þau atriði á kjörtímabilinu. Síðan gefst þinginu
tækifæri til þess að ræða þessi mál og gera þær álykt-
anir, sem það sér ástæðu til.
Utanríkismál.
Það hefir orðið svo með Alþýðuflokkinn á Islandi,
eins og með jafnaðarmannaflokka í flestum nágranna-
löndunum, að myndazt hefir nokkuð ákveðin samstaða
lýðræðisflokkanna allra, varðandi höfuðatriði utanríkis-
mála. Hefir þetta að verulegu leyti orðið á líka lund,
hvort sem jafnaðarmannaflokkarnir hafa farið með ríkis-
stjórn eða verið í stjórnarandstöðu. I Noregi og Svíþjóð
sitja jafnaðarmannaflokkarnir í stjórn. Hinir borgara-
legu lýðræðisflokkar, sem eru þar í andófi, eru þó í
öllum meginatriðum sammála utanríkisstefnu þessara
stjórna. Jafnaðarmannaflokkurinn danski er í stjórnar-
andstöðu en styður og er mjög í ráðum við ríkisstjórn-
ina um framkvæmd utanríkismálanna, enda væri þeirri
stjórn, er hefir að öðru leyti minni hluta þing's að baki
sér, ekki unnt að framfylgja utanríkismálunum, nema
með beinum og óbeinum atbeina Alþýðuflokksins.
Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi. Þar hefir löng-
um, hin síðari ár, verið að mestu leyti samstaða á milli
Alþýðuflokksins og íhaldsflokksins um utanríkismál,
þó að nokkuð hafi bólað á ágreinmgi síðustu tímana, og
þá aðallega fyrir áhrif einstakra manna í Alþýðu-
flokknum og er mjög óvíst til hversu mikilla heilla það
leiðir fyrir flokkinn yfirleitt. En samt má segja, að bilið
sé ekki breitt á milli aðalflokkanna um höfuðstefnu í
utanríkismálum.
33