Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 75
umsjón atvinnubótavinnu og framkvæmd atvinnu-
leysistrygginga, sem teknar verði upp.
2) Fjárveitingar til almannatrygginganna verði auknar
m. a. til þess að hafizt geti greiðsla mæðralauna og
bætur allar geti hækkað í réttu hlutfalli við hækkun
kaupgjalds.
3) Innflutningur lyfja til landsins verði þjóðnýttur og
lyfjavei’zlunin innanlands endurskipulögð.
4) Ollum launþegum verði tryggt þriggja vikna orlof
og unnið að skipulagningu ódýrra orlofsferða.
5) Unnið verði að því, að fullt tillit sé tekið til sérstöðu
konunnar í atvinnulífinu og að konum verði greidd
sömu laun og körlum fyrir hliðstæða vinnu.
C. Menntun og þjóðleg menning.
1) Gerðar verði ráðstafanir til þess að koma í veg
fyrir, að nokkur þurfi að neita sér um skólavist
sökum efnaskorts. Þetta verði gert m. a. með því að
draga úr námsbókakostnaði og tryggja skólanemend-
um sumaratvinnu við þeirra hæfi.
2) Námsmönnum verði veitt sérstök ívilnun við
greiðslu opinberra gjalda.
3) Almenningsbókasöfn verði efld.
4) Stuðlað verði að því, að kvikmyndahús séu í eign
sveitarfélaga eða viðurkenndra menningarstofnana,
og sé hagnaðinum varið til þess að efla íslenzka
kvikmyndagerð og til menningar- og mannúðarmála.
D. Einstaklingsfrelsi, mannréttindi og lýðræði.
1) Alþingi setji nýja stjórnarskrá, er tryggi algert lýð-
ræði og öllum einstaklingum fyllstu mannréttindi
og jafnrétti.
73