Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 58
Sveinn Björnsson átti við mikla vanheilsu að stríða hin
síðustu ár æfi sinnar. Óttuðust menn því mjög, að hans
myndi ekki njóta lengi við. Fóru þá margir að láta
hugann reika til þess, hver myndi verða hann æski-
legasti eftirmaður. Er mér vel kunnugt um það, að í
viðræðum manna um land allt, og án hliðsjónar af því,
hvar í flokki menn stóðu, var mjög oft, og ég vil segja
lang oftast, minnzt á Asgeir Ásgeirsson.
Þegar svo Sveinn Björnsson forseti féll frá, fóru
menn að sjálfsögðu fljótlega að ræða um það, hvern
velja bæri sem forseta. Fór þá eins og fyrri daginn, að
nafn Ásgeirs Ásgeirssonar varð ofarlega á baugi.
Sveinn Björnsson hafði tvisvar orðið sjálfkjörinn
forseti, og þá ekki sízt vegna þess, að stjórnir lýðræðis-
flokkanna höfðu talið það æsklegt, og flokksmennirnir
voru stjórnum þessara flokka yfirleitt sammála um
þetta. Það var því sannarlega ekki nema eðlilegt,
að athugað yrði, hvort hægt myndi að ná sams-
konar samstöðu lýðræðisflokkanna um val á nýjum
forseta. Með þetta fyrir augum var málið rætt í mið-
stjórn Alþýðuflokksins, og þar þá kosin þriggja manna
nefnd, er skyldi vera reiðubúin til samráðs við aðra
flokka um val forseta og þá einnig athuga fyrir sitt
leyti um framboð forsetaefnis. I þessa nefnd voru valdir
Emil Jónsson, Haraldur Guðmundsson og Stefán Jóh.
Stefánsson. Stjórnarflokkunum mun hafa verið kunn-
ugt um þessa nefndarskipan þó ekki væri þeim form
lega um hana tilkynnt, en hinsvegar var lítið leitað til
nefndarinnar af öðrum flokkum, eins og síðar segir.
Það varð brátt kunnugt, að ríkisstjórnin myndi ræða
innbyrðis um framboð við forsetakjör og reyndi að ná
samkomulagi sín á milli og treysti því þá, ef það tækist,
56