Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 92
leiddri með olíu, skapar atvinnulífinu, og þá alveg
sérstaklega fiskiðnaðinum í þessum landshlutum,
bæði öryggisleysi og auknar byrðar, sem ásamt öðru
eiga sök á óeðlilegum og miður æskilegum fólks-
flótta til Reykjavíkur og kaupstaða og kauptúna í
nágrenni hennar.
23. þing Alþýðuflokksins skorar á þingmenn flokks-
ins að beita sér af alefli gegn nýrri gengislækkun, ef
fram koma á Alþingi tillögur í þá átt.
Önnur mál.
Þingið fjallaði um og staðfesti reikninga Alþýðublaðs-
ins fyrir 1950 og 1951. Það samþykkti og tillögu frá
fjárhagsnefnd um fjárhagsáætlun fyrir flokkinn fyrir
1953 til 1954. Framsögumaður fjárhagsnefndar var Jón
P. Emils.
Tillögunni, sem fram kom varðandi rekstur Alþýðu-
blaðsins, var vísað til miðstjórnar samkvæmt tillögu
Haralds Guðmundssonar.
Kynntar voru fyrir flokksþinginu ályktanir, sem
fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur hafði gert 21.
nóvember 1952 og ennfremur ályktanir, sem gerðar
höfðu verið á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna
um framkvæmd herverndarsamningsins og störf flokks-
þingsins.
90