Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 30
stjórn með öðrum flokkum. Verða þar málefni að ráða,
eins og alltaf áður. Ef aðrir flokkar, samtök eða
einstaklingar, sæju sinn hlut vænstan með því að styðja
höfuð áhugamál Alþýðuflokksins í dægurmálabaráttu
hans, myndi ég telja, að til álita kæmi, að Alþýðu-
flokkurinn tæki þátt í stjórnarsamsarfi. Verður það
meðal annars verkefni þessa þings að taka um það
heildarákvarðanir og leggja höfuðlínur. En að sjálf-
sögðu verður flokkurinn einnig að vera við því búinn
að heyja baráttu sína áfram í stjórnarandstöðu. En
hvað, sem yrði í þessum efnum, er það mikil nauðsyn
að flokkurinn styrki og efli starfsemi sína og haldi vel
hópinn í baráttu þeirri, er fram undan kann að vera.
Vildi ég mega vænta þess, að flokksþingið legði þar að
traustan grundvöll.
*
Eg tel rétt að víkja hér nokkrum orðum að þeim
atburði í íslenzku þjóðlífi, sem mjög er eftirminnilegur,
og tók hugi allra um skeið. En það er síðasta forseta-
kjör. Eg mun í skýrslu minni til þessa þings, skýra
nánar aðdraganda forsetakosninganna, kosningabarátt-
una, úrslit hennar og áhrif. En því sé ég ástæðu til
að minnast nú sérstaklega á þennan mikilsverða atburð,
að hann sýndi, svo að ekki varð um villzt, að hér
reis þá upp í landinu öflug og sjálfstæð hreyfing fólks-
ins, er tók sínar eigin ákvarðanir og hélt þeim til
streitu, þrátt fyrir hamslausar tilraunir forystumanna
borgaraflokkanna og kommúnista, og þá ekki sízt ein-
stakra ráðherra til þess að sveigja fólkið til hlýðni,
ýmist með blíðmælum, eða hótunum, og er þáttur ein-
stakra ráðherra í þeirri sögu ömurlegur, svo að ekki sé
28