Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 74
leikar á að sameina tekjuskatt og útsvar í einn skatt,
sem síðan verði skipt milli ríkis og sveitafélaga.
3) Persónufrádráttur verði stórhækkaður.
4) Hvort hjóna verði sjálfstæður skattþegn.
5) Lagður verði skattur á verðhækkun fasteigna, sér-
staklega á lóðum og lendum og byggingum, sem
reistar eru í gróðaskyni, erfðafjárskattur verði enn-
fremur hækkaður.
6) Tekin verði upp sú skipan að skattgreiðendur greiði
opinber gjöld sín jafnóðum og þeir fá tekjur þær,
sem gjöldin eru lögð á.
7) Hert verði á eftirliti með skattframtölum, til þess að
tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna.
VII. Byggingamál.
1) Byggingarsjóði verkamanna verði tryggður for-
gangsréttur að lánsfé því, sem fest er í byggingum,
og honum séð fyrir fé til þess að geta byggt að
minnsta kosti 200 íbúðir á ári.
2) Byggingarsamvinnufélög verði efld.
3) Stuðlað verði að auknum lánveitingum til þeirra,
sem byggja sér smáíbúðir.
4) Sveitarfélög verði studd til þess að byggja hentugar,
en ódýrar leiguíbúðir. Ráðstafanir hins opinbera
verði miðaðar við það, að ekki verði fullgerar færri
en 5—600 íbúðir á ári.
B. Félagslegt öryggi fyrir alla.
1) Komið verði á fót Atvinnustofnun ríkisins, er hafi
með höndum ráðstafanir til þess að tryggja, að allt
vinnuafl þjóðarinnar, þ. á m. vinnuafl öryrkja og
unglinga, sé hagnýtt skynsamlega, og annist yfir-
72