Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 25

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 25
heimsfriðnum, ganga nú fram fyrir skjöldu í því skyni að auka á áhættuna við dvöl varnarliðsins. Það var og er að áliti Alþýðuflokksins, nauðsynlegt að hafa hér her, viðbúinn til varna. Þessari staðreynd skulum við ekki gleyma. Alþýðuflokkurinn hefir einnig verið al- gerlega andstæður því, að stofnaður væri íslenzkur her, og mun sú afstaða flokksins vera óbreytt, enda hníga að því mörg rök, sem hér verða ekki rakin, að stofnun íslenzks hers væri hættuleg straumhvörf í stjórnmál- um, og myndi bæði fjárhagslega og á ýmsan annan veg, verða okkar litla þjóðfélagi hættulegur fjötur um fót. Þegar þess er gætt, hvað hinar smáu lýðræðisþjóðir, er setja frelsi og öryggi öllu ofar, verða nú að leggja að sér í hervarnaskyni, þá skyldi það engan undra þó að Islendingar þyrftu einhver óþægindi á sig að taka Og' þau eru fyrst og fremst fólgin í því að hafa útlendan her til varna í landinu. Eg játa það, eins og áður segir, að það geta risið upp viðkvæm vandamál, er af því stafa. Það má þó með sanni segja að ekki hafi orðið margir beinir árekstrar. Vandamálin eru félagslegs eðlis. Það er alveg óhjá- kvæmilegt að eiga nokkur skipti við varnarherinn. Er það að verulegu leyti undir okkur sjálfum komið, að þau samskipti verði ekki háskasamleg. Við þurfum að varast að bera í brjósti of mikla minni- máttarkennd. Við þurfuin í þessu falli eins og flestum öðrum að gera kröfur til okkar sjálfra, en ekki fyrst og fremst annarra. Að sjálfsögðu verður einnig að gera þær kröfur til stjórnenda hins erlenda varnarhers, að þeir geri einnig allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra vandkvæðum, og að þeir skilji og meti rétt 23

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.