Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 5

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 5
Þinghald og þingskipun. Þinghald. 23. þing Alþýðuflckksins var sett í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 29. nóvember 1952 kl. 2 síðdegis, og voru allir fundir þess haldnir þar. Forseti flokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, setti þingið með ræðu. Minntist hann þess í upphafi máls síns, að eftir þrjár vikur væru 70 ár liðin, frá því er Jón Baldvins- son fæddist, og lagði hann sveig að mynd af Jóni, sem var í fundarsalnum. Þá minntist hann jafnaðarmanna, innlendra og erlendra, sem látizt hefðu, síðan flokks- þing Alþýðuflokksins var háð síðast, og þá einkum Finns Jónssonar og Guðnýjar Gísladóttur Hagalín. Reis þingheimur úr sæti í virðingarskyni við hina látnu félaga. í setningarræðu sinni ræddi forseti flokks- ins stjórnmálaviðhorfið og afstöðu Alþýðuflokksins, og var ræðan birt í Alþýðublaðinu. Carl P. Jensen, ritari danska Alþýðusambandsins, sat þingið sem gestur Alþýðuflokksins. Flutti hann á setningarfundinum kveðju Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins í Danmörku. Steindór Steindórsson flutti síðan ræðu hans í íslenzkri þýðingu. Kveðjur og árnaðaróskir fluttu einnig Helgi Hannes- son, forseti Alþýðusambands Islands, og' Jón Hjálmars- son, forseti Sambartds ungra jafnaðarmanna. 3

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.