Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Síða 22
aðarstefnunnar og einnig mjög kunnur stjórnmálamaður
heimalands síns. Hann tók mikinn þátt í alþjóðlegum
störfum og þingum jafnaðarmanan. Eg átti því láni að
fagna að hitta hann bæði á alþjóðaþingi í Kaupmanna-
höfn árið 1950 og eins á flokksþingi sænska alþýðu-
flokksins í júní s.l. Hann var einn af hinum aðdáunar-
verðu hetjum alþjóðlegrar hreyfingar, síkvikur og hlað-
in áhuga og afli hugsjónamannsins. Nýlega hefir orðið
skarð fyrir skildi í liði þýzkra jafnaðarmanna. For-
maður flokksins, hin óviðjafnanlega hetja og baráttu-
maður, dr Kurt Schumacher, er fyrir skömmu hniginn
í valinn. Hann hafði í 11 ár gengið í gegnum hinar verstu
pyntingar þýzkra nazista og verið í fangabúðum þeirra
fórn kvalarþorstans. En ekkert fékk bifað eldmóði og
áhuga þessarar dásamlegu hetju. Annan handlegginn
varð af honum að taka, og nokkru fyrir lát sitt missti
hann einnig annan fótinn vegna afleiðinga margra ára
pynting'a og þrælameðferðar. En þessi dásamlegi maður,
þjáður og kvalinn, missti aldrei áhuga sinn og afl eld-
móðsins. Raunverulega nær dauða en lífi, hófst hann
strax handa, er hann losnaði úr prísundinni, og átti
mestan þátt í að safna saman í eina sterka heild, hinum
ofsótta flokki þýzkra jafnaðarmanna, og varð brátt sjálf-
kjörinn foringi hans. Þegar búið var að bera hann' upp
í ræðustólinn, tendraði hann og sameinaði með mælsku
sinni, eldlegan áhuga og samhyggju þýzkrar alþýðu.
Hann var vissulega einn af hetjunum, sem lifði og dó
fyrir hugsjón sína.
Og þá er ekki síður að minnast þeirra, er úr okkar
hópi hafa hnigið í valinn á íslenzkri grund. Það hafa
margir duglegir en þöglir liðsmenn horfið úr hópnum
20