Úrval - 01.03.1964, Page 12
2
Vissulega hafði Napoleoh tek-
ið traustataki allmörg' listaverk,
en ekki Mona Lísu. Franz I.
Frakklandskonungur hafði keypt
hana af Leonardo sjálfum, eða
erfingjum hans, fyrir 4000 gull-
flórínur.
ítalska stjórnin sendi Mona
Lísu til Frakklands aftur, en
ekki fyrr en Victor Emanuel
Ítalíukonungur hafði komið til
Róm til að sjá hana og heiðurs-
vörður hafði heilsað henni með
byssum sinum. 4. janúar 1914
var hún aftur komin upp á vegg-
inn í Carrésalnum í Louvre,
þar sem hún hangir í dag, eina
málverkið þar, sem hefur sinn
einkalífvörð. Til hennar sækja
stærri hópar manna en nokkru
sinni fyrr, sem allir hafa fengið
Mona Lísu á meðvitundina fyrir
þessa einstæðu og ósjálfráðu
auglýsingastarfsemi.
Svo sannarlega þarf hún henn-
ar ekki með. Aðdráttarafl henn-
ar hefur verið mikið allt frá
því fyrsta. Þegar á tímum Leon-
ardos sagði listsagnfræðingur-
inn Vasari um hana: „Þetta mál-
verk er fremur guðlegt en mann-
legt; eða öllu heldur, það er
ekki málverk, heldur örvænting
málarans." Ef til vill var það til
þess, að gera sig ónæman fyrir
þessari örvæntingu, sem svo
margir gerðu eftirmyndir af
henni. Vitað er um nálægt 60
ÚRVAL
á fyrstu öldinni eftir dauða
Leonardos.
Allir vita hver Madonna Lisa
er — eiginkona flórentíska kaup-
mannsins Lanobi del Giacondo,
sem var frá Neapel — en túlk-
anirnar á mynd hennar, sem
fram hafa komið, eru ýmist
hlægilegar eða háleitar og allt
þar á milli.
En ef til vill liggur leyndar-
mál hennar fyrst og fremst í
því, að hún leynir því svo vel
og sættir sig við allar túlkanir,
Hún hefur verið hyllt sem „tákn
mannúðarinnar (humanism) og
hin vestræna Sfinx,“ og „sem
„guðsmóðir (madonna) frjálsr-
ar hugsunar.“ í augum sumra
hefur hún verið ímynd hins
kvenlega, „alls þess,“ eins og
Walter Pater orðaði það, „sem
karlmaðurinn í þúsund ár hefur
óskað sér.“ Fyrir aðra hefur liún
verið „blóm stjörnuspekinnar,
Iifeðlisfræðinnar og loftsiglinga-
fræðinnar,“ mynd, þrungin af
hinum háleitustu hugsunum.
Hins vegar hefur brezkur
læknir sett fram þó hugmynd,
að hún væri þunguð, og' það
væri skýringin á „þessum blíð-
lega ánægjusvip,“ og á því
hversu undarlega hún situr í
stól sínum. En franski forn-
fræðingurinn Salomon Reinach
hefur látið í ljós þá skoðun, að
sorgarsvipurinn á frú Lísu (þá