Úrval - 01.03.1964, Síða 13
HIN LEYNDARDÓMSFULLA MONA LISA
3
er það orðin sorg!) sé kominn
til af þvi, að hún hafi nýlega
misst barn. Hann gróf upp ó-
hrekjandi sannanir fyrir því, að
barn hennar hefði látizt; en því
miður var hann svo óheppinn
að rugla Mona Lísu saman við
allt aðra móður.
Enn aðrir töldu það ekki geta
komið til greina, að hún hefði
eignazt barn, af þeirri einföldu
ástæðu, að hún væri alls ekki
kvenmaður. „Þetta er Platon í
konugervi,“ ritaði franski guð-
spekingurinn Péladan. Hann átti
við þetta i táknrænni merkingu
en aðrir meina það bókstaflega.
„Þetta er karlmaður," segja þeir,
„ungur maður í dulargervi —
þannig stendur á glettnisbros-
inu.“ Þetta var tilefni þess, að
gagnrýnandinn Georg Isarlo
kallaði Mona Lísu „bezta spaug
Leonardos.“ Ef svo væri, hefði
Marcsl Duchamp — sem hneyksl-
aði allan heiminn með því að
gefa út mynd af henni í dada-
isku tímariti, þar sem hann
hafði bætt á hana yfirskeggi og
hökutopp — ekki gert annað en
leiða i Ijós hinn leynda persónu-
leika hennar eða hans.
Sagnfræðingurinn Michelet
orðaði þannig, það sem allir
rnundu viljað sagt hafa: „Þessi
strigi dregur mig að sér, þreng-
ir sér inn i mig, sogar mig inn
i sig; ég kem til hans án þess
að ráða við það, eins og fugl-
inn kemur til nöðrunnar.“ (Það
er eitthvað óheillavænlegt við
hana, eitthvað þvalt og sindr-
andi, eitthvað, sem flæðir yfir
mann.)
í dag kemur ferðafólk frá
öllum heimsálfum og úr öllum
stéttum og starir. Af þeim mörgu
þúsundum gesta, sem heimsækja
Louvre yfir sumartimann, kem-
ur mikill meirihlutinn til þess
að sjá þrennt: Venus frá Milos,
Sigurinn við Samoprakíu, og um-
fram allt, Mona Lísu. Hvers
vegna? Sökum þess að hún er
eina listaverkið, sem hvert
mannsbarn þekkir.
„Ég á að hitta vinkonu mína
Nancy hérna,“ segir ung stúlka
frá Iova. „Hvorug okkar hefur
komið til Louvre áður, svo að
við ákváðum að hittast fyrir
framan Mona Lísu.“ Vissulega
er hún eina alþjóðlega listaverk-
ið, sem segja má um, að ef tvær
manneskjur, sem aldrei hafa séð
það áður, stæðu fyrir framan
það, þá gætu þær með engu
móti farizt á mis.
Hver einasti, bæði karl og
kona, þekkir Mona Lísu. Hún
hefur léð nafn sitt og andlit á
frönsk ilmvötn og snyrtivörur,
þýzkan kvennærfatnað, amer-
íska sokka, spænskar appelsínur
og ítalskan ost. Hún brosir við
okkur á vindlakössum, hárnál-