Úrval - 01.03.1964, Side 14
4
ÚRVAL
um bréf'um, peysumiðum — jafn-
vel á tinkrúsum.
Sennilega eiga vinsældir henn-
ar eftir að vaxa enn, þvi að
ferðamenn eru eins og glataðar
sálir, sem í örvæntingu leita að
alþekktum merkileitum, og hvað
er alþekktara en Mona Lísa?
Og er þeir að lokum sjá hana,
verður þeim innanbrjósts líkt
og manni, sem aldrei á ævi
sinni liefur séð aðra peninga
en pappírsseðla, þegar honum
eru sýndar gullbirgðirnar i
Knoxkastala.
Fyrsta spurning þeirra verð-
ur þá jafnan: „Er þetta sú
rétta?" Margar kviksögur um
eftirlíkingu höfðu verið á kreiki
síðan henni var stolið. En, eins
og Bernard sálugi Berenson
sagði er hann sá hana eftir að
hún kom aftur til Parísar:
„Hafi hér verið eftirlíking, þá
hefur einhver gert Louvre mik-
inn greiða, þvi að þetta er sú
rétta.“ Næsta spurning, sem
lögð er fyrir umsjónarmennina
er þessi: „Hve mikils virði er
hún?“ Svarið er undantekning-
arlaust: „Hún verður ekki metin
til fjár.“
Jafnvel vátriggingarfélög geta
ekki skapað neinn matsgrund-
völl, þar sem þjóðlegar listager-
semar eru ekki vátryggðar.
Nýlega gekk sá orðrómur, að
þýðingarminna málverk eftir
Leonardo, eig'n prinsins af Lie-
chtenstein, hefði verið selt kana-
disku safni fyrir 3 milljónir
dollara, og það þótti M. Germain
Barzin, yfirmanni málverka-
safnsins í Louvre, „dágóð verzl-
un.“
Og síðan kemur þriðja spurn-
ingin: „Hvað er það, sem gerir
hana svona fræg'a?“ Nálega hver
einasti gestur mundi svara: „Það
er bros hennar. „í því virðist
sameinast leyndarmál Mona
Lísu„ persónuleiki hennar og
yfirbragð; vitur, dramblát, vork-
unnlát, heimsk, tvíræð, vin-
gjarnleg, blíð, kynvillt, göldrótt,
flíruleg, djöfulleg, eingilblið,
ógleymanleg, dulræn, lokkandi,
undirförul, óræð ■—■ þetta eru
aðeins fáein af lýsingarorðunum.
„Þetta er kona, sem veit eitt-
hvað, sem enginn annar veit,“
segir virðuleg, enslc kennslu-
kona. Parísarkona tekur undir
með henni, en í annarri merk-
ingu. „Svipur hennar lýsir tvö-
feldni. Þannig brosi ég' til eig-
inmanns míns.“ Oscar Wilde
kallaði bros hennar „úrelt.“ Það
hefur verið sett í samband við
bæði astma og lifrarbólgu. „Það
eru andlitsvöðvar hennar, sem
framkalla það,“ sagði mér kona,
sem var að mála eftirmynd af
lienni. „Þvaður,“ sagði nágranni
hennar, sem einnig var að mála
eftirlíkingu, „það er tungan í