Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 15
HIN LEYNDARDÓMSFULLA MONA LISA
5
kinn hennar.“
Ef til vill væri heiðarlegra,
að kannast við ósigur sinn: bros-
ið er segulmagnað. Og þá eru
það aðeins augun, sem kynnu að
geta hjálpað okkur að leysa gát-
una. En sú von bregzt fljótt.
„Mér finnst hún brosa með aug-
unum,“ segir spænsk kona. Og
svo hefst sami leikurinn aftur.
„Hún hugsar kannske sem svo:
„Hvenær ætlið þið að vera bún-
ir að mála mig?“ „Ég held að
hún sé að velta því fyrir sér,
hvað við séum að hugsa um.“
„Hún horfir á ykkur með —
það er ekki fyrirlitning, það er
það; ekki — hún aðeins horfir!“
Hún er með grímu, hún leynir
einhverju.“ „Hún hefur bauga
undir augunum; það mætti segja
mér, að hún lesi of mikið við
kertaljós.“
Það er eitthvað sérltennilegt
við þessi augu: Þau fylgja manni.
Rétt er það, en það gera mörg
fleiri augu á málverkum. Hver
einasti kastali getur hrósað sér
að að hýsa málverk með slíkum
augum. Og það þarf ekki að
leita svo langt, þvi að Balthasar
Castiglione eftir Rafael, sem
ltangir næst Mona Lísu, og' Joan
frá Aragon, einnig eftir Rafael,
og hangir beint á móti lienni,
hafa augu, sem maður losnar
ekki við. Sannleikurinn er sá, að
ef rnaður horfist nógu lengi í
augu við einhverja mynd, þá
horfir hún á móti. Og þá erum
við aftur kornin þar, sem við
byrjuðum: að brosi og augunt,
sem eru jafn mikil ráðgáta eins
og þegar Leonardo skapaði þau.
Ferðamenn á vorum dögum
standa frammi fyrir nýju vanda-
máli — þriggja sentimetra ó-
brjótanlegri glerplötu, sem skýlir
Mona Lísu. Hún var sett upp til
að koma í veg fyrir skemmdar-
verk, eins og það, sem framið
var fyrir þrem árum, er gestur
frá Bóliviu kastaði skyndilega
steini i myndina. Til allrar ham-
ingju skemmdist aðeins annar
handleggurinn. En glerplatan
hindrar ferðamanninn algerlega
í að framkvæma sína uppáhalds-
iðju: að ljósmynda. Myndin,
sem sjóngler hans nær, er ekki
af Mona Lísu, heldur af honum
sjálfum.
Formaður kvenfélags ávarpar félagskonur: „Skýrsla þeirrar
nefndar okkar, sem fjalla á um „Lausn alheimsvandamála“ mun
þvi miður tefjast eitthvað, vegna þess að þrír nefndarmanna
gátu ekki fengið barnapiur í kvöld."