Úrval - 01.03.1964, Síða 17
7
Svo^a en LifíÐ
Gömul kona gaf húsbóndanum
á heimilinu þennan vitnisburð.
„Undarlegur andskoti er Jón, öll-
um skepnum er hann góður nema
Laugu og Skjóna.“ „Lauga" var
frúin. R.B.
Það, sem gamli Jón vildi segja,
vildi oft koma á afturfótunum.
Einu sinni sagði hann þannig frá
heimsókn til hjóna nokkurra:
„Þetta er svo sem bezta fólk,
hvorki hún eða hann. Það munaði
minnztu, að mér væri boðið kaffi,
bæði áður en ég kom' og eftir að
ég fór. Og hefði ekki tíkargreyið
skorizt i leikinn, hefði konuskratt-
inn bitið mig.“ X
Danski rithöfundurinn frú Kar-
en Blixen segir svo um sköpunar-
verkið:
Fyrst skapaði Guð manninn. Ég
byrja líka alltaf á því að gera upp-
kast.
I veizlu einni var Goodman Ace,
er skrifar sjónvarpsþætti Perry
Como söngvara, að útskýra það
fyrir hópi manna, hvérs vegna
hann hefði hætt starfi sínu sem
framkvæmdastjóri sjónvarpsbátta,
en Það starf gaf 25.000 dollara í
aðra hönd vikulega, en snúið sér
í Þess stað aftur að Como og tek-
ið til að skrifa fyrir hann að nýju.
„Þetta var allt vegna hennar Jane,
konunnar minnar," sagði Ace.
„Sko, hún sagði við mig: Goodie,
þú vinnur þér að vlsu inn mikla
peninga, en samt ertu ekki ham-
ingjusamur. Hvers vegna læturðu
Þér bara ekki nægja að vinna
fyrir 5000—6000 doliurum á viku
eins og allir aðrir?“
Earl Wilson.
Ernie Kovacs gamanleikari
dvaldi eitt sinn 15 mánuði í sjúkra-
húsi. Hann var mikið veikur, en
kímnigáfa hans lifði samt góðu
lífi sem fyrr. Einn læknir minn-
ist þess t. d., að eitt sinn var Ernie
ekið á vagni inn i gegnumlýsingar-
herbergi, og var hann vafinn í
hvitt lak. „Þegar við fórum að
skoða magann í honum í gegnum-
lýsingartækinu, brá okkur ónota-
lega í brún, þegar við sáum letrað
með stórum stöfum þvert yfir
magann: FARINN 1 MAT. Ernie
hafði klippt stafina út úr alum-
inumpappír og limt þá við mag-
ann!
Jhan og June Robbins í Redbook.