Úrval - 01.03.1964, Page 23
BJARGIÐ SYNI MINUM
13
úrunnar. Enginn af síðari vin-
um hans þekkti hina hugrökku
viðureign hans við „sykurmorS-
ingjann.“ En læknarnir þekktu
hana.
Einn af trygg'ustu aSdáendum
hans var dr. Elliot P. Joslin,
sem varS frægasti sérfræSingur
Ameríku i sykursýki. Þegar Jim
dó, skrifaSi dr. Joslin konu
hans á þessa leiS: „ÞaS er und-
ursamlegt líf, sem eiginmaSur
ySar lifSi! Fordæmi hans hef-
ur átt ómetanlegan þótt í vel-
ferS þúsunda sykursýkissjúkl-
inga.“
Banting var sleginn til ridd-
ara 1922.
Sir Frederick Banting' ásamt
dr. Macleod, og einnig dr. Best,
voru veitt NóbelsverSlaun 1923
fyrir uppgötvun insúlins.
; FISKVEISAR AUKAST VIÐ VESTURSTRÖND S-AMERIKU
Fyrir 15 árum var árleg veiði við alla vesturströnd Suður-
Ameriku samtals um 130.000 tonn (1% af fiskmagni heimsins).
En nú aflast samtals um 6 milljónir tonna árlega á fiskimiðum úti
fyrir vesturströnd Kolumbiu, Ecuadors, Peru og Chile. Peru er
nú næstmesta fiskveiðiþjóð heimsins og aflar um 5.2 milljón
tonna árlega, en Japan er I fyrsta sæti með 6.7 milljónir tonna.
Unesco Courier.
„RATSJÁRAUGA“ FYRIR BLINDA.
Nú hefur verið fundið upp tæki nokkurt til hjálpar þeim, sem
blindir eru eða hafa lélega sjón, og ætti það að geta komið í stað
leiðsöguhunda. 1 áhaldi þessu er senditæki og móttökutæki, og
við það er tengt hlustunartæki og nokkurs konar rafeindavasa-
Ijós. „Auga“ þetta sendir frá sér geisla, sem varar við hindrun-
um og beinir hinum blinda eða litt sjáandi á greiðfæra leið.
English Digest.
I INDlÁNUM BANDARÍKJANNA FER NÚ FJÖLGANDI.
Fjöldi Indíána i Bandarikjunum náði lágmarki í lok 19. aldar,
en síðan hefur Indíánum farið þar stöðugt fjölgandi. Á síðustu
30 árum hefur tala þeirra vaxið um 60% og er nú orðin samtals
meira en hálf milljón.
Unesco Courier.