Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 25
SKRIÐJÖKLA RNIR HÖRFA UNDAN
15
viljað skýra á þann hátt, að
loftslag gerðist nú mildara.
Loftslagið hefur hlýnað hvað
helzt á liinum norðlægari svæð-
um. Nyrzt í Sovétríkjunum hefur
vetrarhitinn til dæmis hækkað
um nokkrar gráður, sem að sjálf-
sögðu hlýtur ólijákvæmilega að
hafa sín áhrif á hafísmagnið og
jöklana á meginlandinu. Sú skoð-
un hefur meðal annars komið
fram, að hlýjutímabilið hafi
þegar náð hámarki sinu á norð-
urhveli jarðar, og sumir vís-
indamenn álíta, að þar fari nú
kuldatímabil i hönd.
En hvað suðlægari svæði
snertir, fer þvi fjarri, að lofts-
lag hafi hvarvetna farið hlýn-
andi. Þær athuganir, sem við
höfum gert, leiða til dæmis i
ijós, að loftslag hefur kólnað
í háfjöllum Kákasus tvo undan-
farna áratugi, og kólnar enn.
Þessa liefur einnig gætt í Pamír.
Meðaltal þess hita, sem einkum
hefur áhrif á hina minni jökla,
hefur þannig lækkað ár frá ári.
í Iíákasus og Pamir er það ekki
nema um 85%, miðað við það,
sem áður var.
Við höfum rannsakað enn eitt
fyrirbæri, sem haft getur áhrif
á ísþiðnunina.
Jafnvel þó að meðaltal hita-
stiganna iækki, getur það flýtt
fyrir þiðnun jöklanna, ef meðal-
tal kuldastiganna lækkar einn-
ig, það er að segja, ef kulda-
stig'in nálgast einnig núllið.
Sömu áhrif mundi það og hafa
ef úrkoman á jöklana minnkaði.
En athuganirnar hafa sýnt, að
hvort tveggja hefur aukizt —
meðaltal kuldastiganna og úr-
koman.
Það lítur því út fyrir, að allt
hnigi að þvi, að jöklarnir ættu
að færast í aukana, en ekki hið
gagnstæða. Engu að síður hopa
þeir stöðugt, bæði i Kákasus og
Pamír, hvað stríðir gegn heil-
brigðri skynsemi og þeim nið-
urstöðum, sem athuganir hafa
leitt í ljós.
Þetta fyrirbæri, sem, að þvi
er virðist, striðir gegn grund-
vallarlögmáli eðlisfræðinnar, á
sér skýringu engu að síður. Hin
raunverulega orsök jöklaþiðn-
unarinnar — er ryk.
Rykmagnið í andrúmsloftinu
hefur aukizt stöðugt síðustu
hundrað árin. Orsök þess er
meðal annars sú, að flatarmál
ræktaðra landssvæða eykst stöð-
ugt, og að iðnaður færist mjög
i aukana, en einnig að loft-
straumar sunnan að norður á
bóginn hafa látið meira til sin
taka. Andrúmsloftið tekur ár-
lega á móti milljörðum smá-
lesta af ryki. Þegar rykið fell-
ur á jöklana, hitnar það í sól-
skininu og flýtir fyrir þiðnun
þeirra.