Úrval - 01.03.1964, Page 26
16
ÚRVAL
Þá geri ég og ráð fyrir, að
aukið magn þeirra efniskenndu
agna í andrúmsloftinu, sem
drekka í sig hita sólargeislanna,
eigi og sinn þátt i því, að það
hefur farið hlýnandi.
Þær breytingar, sem orðið
hafa á árlegu meðaltali beinnar
geislunar siðastliðin 35—40 ár,
renna og' stoðum undir þessa
kenningu.
Þá vil ég og minna á engu ó-
merkilegra fyrirbæri, sem þátt-
takendur i leiðangri til jöklanna,
Tviberi og Haldc, á meginfjall-
garðinum í Iíákasus komust að
raun um ■—- að yfirborðshitinn
á þiðnandi isnum er langt yfir
núlli. Sú gáta er enn óleyst.
»»««
NÝTT RAFEIND AGEISLASKURÐ- OG LOGSUÐUTÆKI.
Hægt er að beina oísalega sterkum straum með nýju rafeinda-
geislaskurð- og logsuðutæki á svæði, sem er minna en 5/10.000
ún þumlungi. Þessi ofsalegi straumur er tíu billjón wött.
Looking Ahead.
VIND- OG VATNSHELD „HÚÐUN“ IÞRÖTTA- OG LEIKVALLA.
Nú er gerlegt að bera vind- og vatnshelda húð á hlaupabraut-
ir, knattspyrnuvelli og leikvelli. Er um að ræða nýtt gerviefni,
og má gefa húðinni mismunandi teygjanleika og seiglu að vild.
Looking Ahead.
FURÐULEGUR PLÖTUSPILARI:
Plötuspilari af nýrri gerð heldur áfram að spila, hver svo sem
staða hans er, jafnvel þótt hann sé á hvolfi. Hægt er því að bera
hann spilandi um allar trissur.
Looking Ahead.
ÁHRIF LITA Á JURTAVÖXT.
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur komizt að því, að
rauð birta gerir það að verkum, að jurtirnar verða háar og grann-
ar, í blárri birtu verða þær stuttar og gildar, í fjólublárri birtu
svigna jurtirnar og bogna, en appelsínugul birta hraðar fræspir-
un og blómstrun.
Looking Aliead.