Úrval - 01.03.1964, Page 28
18
ÚRVAL
ir „Kýpurbúar" á Kýpur. Átta-
tíu af hundraði íbúanna tala
grísku, en tuttugu af hundraði
tyrknesku. Enginn litur öðru
visi á sig en sem griskan eða
tyrkneskan Iíýpurbúa. Þetta er
eiginlega allt og sumt sem þessi
þjóðarbrot eru sammála um —
nema báðir aðilar brenna olífu-
lauf til þess að „verjast hinu
illa auga“. Fjandskapurinn skipt-
ir þeim í tvær andstæðar, gjör-
ólíkar fylkingar.
Sakir náttúruauðæfa sinna var
Kýpur í fornöld kölluð „hin
blessaða". Jafnvel í dag er hlut-
fallslega meira skóglendi á eynni
en i nágrannalöndunum, og
miklu meira er þar um sedrus-
tré en í Líbanon — þrátt fyrir
tímans tönn, skógarelda, geitúr
og hvers konar aðra óáran.
Vínberjauppskeran og hin léttu
vín Kýpurbúa öðluðust frægð
sína fyrir árþúsundum. Kopar
frá Kýpur var mikið notaður á
bronsöldinni og er ennþá stærsti
liðurinn í útflutningsverzlun
eyjarskeggja.
Kýpur var i fornöld fæðing-
arstaður ástarinnar. Hér álitu
menn, að gyðja ástarinnar —
Afrodite Grikkja, Venus Róm-
verja -— hefði fæðzt. Um árþús-
undir ferðuðust pilagrímar til
eyjarinnar frá öllum löndum
við Miðjarðarhaf. Allar konur,
sem fóru i pilagrímsför til Kýp-
ur, urðu að biða við hof Afrod-
ite, selja sig fyrsta karlmann-
inum, sem óskaði blíðu þeirra,
og afhenda hofinu þóknun sinn.
Enn í dag leita ófrjóar konur
til staða, sem helgaðir voru
Afrodite, og leita hjálpar hinn-
ar miklu gyðju ástarinnar.
Kýpur hefir næstum alltaf
siðan 1450 f. Kr. verið undir
erlendum yfirráðum. Egyptar
lögðu eyjuna fyrst undir sig,
en einnig hafa Persar, Róm-
verjar, Tyrkir og Frakkar ráð-
ið þar ríkjum. Tyrkir réðu jjar
rikjum i þrjár aldir eða til árs-
ins 1878, er Bretar sem óttuðusi
uppgang Rússa og einnig vildu
tryggja aðstöðu sina við Mið-
jarðarhaf sem bezt sakir Súez-
skurðarins, sem þá hafði fyrir
skömmu verið tekinn i notkun,
neyddu tyrkneska soldáninn til
samninga við sig. Samkvæmt
honum skyldu Bretar „stjórna“
Iíýpur fyrir hann með tilstyrk
brezkra liersveita, tilnefna lands-
stjóra, og brezki fáninn var
dreginn að hún. Árið 1914, er
Bretar áttu í styrjöld við Tyrk-
land, gerðu þeir eyjuna að
brezku landssvæði — og þeir
áttu eftir að sjá eftir því.
Brátt reis upp hreyfing með-
al Kýpurbúa, en þeir kröfðust
ekki sjálfstæðis heldur Enosis,
eða „sameiningar við Grikk-
land“. Bretar héldu því fram,