Úrval - 01.03.1964, Page 29
KÝPVfí — ÓFÚSA LÝÐVELDIÐ
19
að núlírna Kýpurbáum rynni
ekki griskt blóð i æðum, Kýpur
hefði aldrei verið hluti af Grikk-
landi, og ennfremur að þeir
hel'ðu skapað Kýpurbúum miklu
betri lífskjör en Grikkir hefðu
við að búa. Auk þess kærðu
Grikkir sig í fyrstu ekkert um
Ivýpur. En áróðursmenn Enosis
létu sér ekki segjast; þeir litu
á sig sem Grikki og sóru við
nafn Seifs, að griskir skyldu ráð-
ast á Kýpur. El'tir 1950 fór að fær-
ast líf í tuskurnar, en þá var
Makarios erkibiskup III., ungur
og metnaðargjarn maður, orð-
inn yfirmaður hreyfingarinnar.
Og þ. 1. apríl 1955 varð Enosis
að blóðugri baráttu.
Xæstu fjögur árin varð mann-
tjón ekki mikið — h. u. b. 610
manns. Bretar, sem sýndu næst-
um ofnrmannlega sjálfsstjórn á
þessari ógnaröld, drápu aðeins
182 Kýpurbúa. (Miklu fleiri
Grikkir voru drepnir af félög-
um sínum, sem grunuðu þá um
að vera hlynntir Bretum, eða af
Kvpurbúum af tyrkneskum
stofni). Þessi ógnaröld var
liræðileg fyrir brezka setuliðið,
— þeir vissu aldrei, hvar næst
yrði skotið eða sprengjur
sprengdar. Hvað eftir annað
komu ungir, vopnaðir óaldar-
seggir aftan að brezkum her-
mönnum um hábjartan daginn
og skutu þá i bakið og hurfu
í mannþröngina.
Það var eingöngu af hernað-
arlegum ástæðum, að Bretar
höfðu ákveðið að vera um kyrrt
á Kýpur, en seint á árinu 1958
fóru hernaðarsérfræðingar í
London að skoða hug sinn betur.
Jafnvel þótt unnt yrði að kveða
niður ógnaröldina á Kýpur, þá
yrði þessi eyja þeim næstum
gagnslaus sem hernaðarbæki-
stöð. Grikkland og Tyrkland
voru einnig orðin dauðþreytt á
þessu ástandi. Hin aldagamla vin-
átta Breta og Grikkja var í mol-
um. Óeirðir gegn Grikkjum höfðu
orðið i Tyrklandi, og eining
innan Atlantshafsbandalagsins
var í hættu, meðan þrjú með-
limaríkjanna stóðu í innbyrðis
deilum.
Snennna á árinu 1959 hittust
grískir og tyrkneskir ráðamenn
með leynd i Ziirich i Sviss og
fóru þaðan til London. í sam-
einingu sömdu þeir áætlun um
fullt sjálfstæði til handa Kýpur-
búum.
Enginn hafði nokkru sinni
farið fram á sjálfstæði. — Bret-
ar höfðu sagt, að þeir færu
„aldrei“. Kýpurbúar af grískum
stofni höfðu viljað sameinast
Grikkjum og hinir Tyrkjum.
En sjálfstæðið varð að raun-
veruleika. Makarios erkibiskup
varð æfur. Á fundi brezkra,
grískra og tyrkneskra fulltrúa